Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 60
SÉRA SIGURÐUR ÓLAFSSON
Eftir G. J. Oleson
I fyrsta sinn er eg fór á kirkjuþing, sem var árið 1922,
í N. Dakota, kynntist eg nokkrum ágætum mönnum, sem
hafa komið þó nokkuð við sögu. Meðal þeirra var Ás-
mundur P. Jóhannsson, athafnamaðurinn og félagsfröm-
uðurinn nafnkunni í Winnipeg, séra Friðrik Friðriksson,
sem nú er prestur á Húsavík á Islandi, séra Halldór E.
Johnson, sem allir kannast við, Sigurður Jónsson frá
Bantry, N. Dakota, hinn vel gefni og rithæfi alþýðu-
maður sem nú er löngu dáinn, og Kristján N. Júlíus,
kýmnis skáldið alkunna, o.fl. Þar sá eg í fyrsta sinn, séra
Sigurð Ólafsson, sem nú er þjónandi prestur í Selkirk,
Man. Eg hafði heyrt hans getið áður og að öllu góðu. Við
vorum ofurlítið samtíða þarna á þinginu. Er mér sérstak-
lega í fersku minni, samræður þeirra Sigurðar Ólafssonar
og Sigurðar Jónssonar frá Bantay, sem var okkur nokkuð
samtíða, en þeir voru úr sömu átthögum á Islandi og varð
skrafdrjúgt um margt frá gamla landinu, sem hjarta
þeirra var næst. Eg veitti séra Sigurði sérstaka athygli,
þó ekki bæri mikið á honum á þessu þingi. Hann var svo
prúður og hugljúfur og innilega einlægur og drengilega
hugdjarfur í hugsun og skoðun, og fannst mér þá strax,
að hér væri prestur, sem væri kallaður til stöðunnar. Á
árunum sem liðin eru síðan, hefur fundum okkar oft borið
saman og orðið nánari kynni. Eftir því sem eg hefi kynnst
honum betur, hefur hann sífellt vaxið í huga mínum, sem
sannur maður og sannur prestur. Það hafa ekki ætíð