Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 24
24
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
um búsifjum ævinnar; hann hefir aldrei varpað yfir sig
neinni sorgarskikkju; engu að síður er hann viðkvæmur
tilfinningamaður, sem borið hefir jafnan harm smn í
hljóði; honum blæddi inn.”
Seinni kona Magnúsar, sem hann gekk að eiga 1890,
var Laurentía Mikolína Fellsted, ættuð af Vestfjörðum;
hún lést eftir langvarandi vanheilsu árið 1912.
Þrjú mannvænleg böm Magnúsar lifa hann: Mrs.
Guðfinna Nichols, Cincinnati, Ohio; Mrs. Jónína Safford,
Winnipeg, sem búið hefir með föður sínum, og Hannes,
búsettur í Sudbury, Ontario. En fimm efnilegum bömum
sínum hafði Magnús orðið að sjá á bak í lifanda lífi, sum-
um þeirra á fullorðinsaldri. Hann var einn af 14 systkin-
um, sem öll em nú látin, nema Jón bróðir hans, sem bú-
settur er í Winnipeg, maður háaldraður.
Magnús Markússon vann að margvíslegum stöifum
um dagana, sér í lagi fyrstu ár sín vestan hafs. Snemma
á ámm varð hann þó fastur starfsmaður á innflutnmga-
skrifstofu sambandsstjórnarinnar í Winnipeg, en síðustu
starfsárin í þjónustu Winnipeg-borgar. Einnig gaf hann
sig að fasteigna- og farandsölu. Hann var vel metinn í
starfi sínu og þótti þar alstaðar hinn liðtækasti.
Magnús vann sér á yngri árum frægðarorð fyrir sigur-
vinningar sínar í kapphlaupum, sem háð vom í Winni-
peg, en hannhlautþrisvar sinnum fyrstu verðlaun í þeim,
og jók með þeim hætti á hróður landa sinna í Vesturheimi.
Annars var hann kunnastur meðal þeirra, beggja
megin hafsins, fyrir ljóðagerð sína. Tvær ljóðabækur
komu út eftir hann: Ljóðmæli (1907 og Hljómbrot (1924);
áttu þær báðar vinsældum að fagna, ekki síst vestan hafs.
I fyrstu bók hans em ýms þýð kvæði og falleg: “Skaga-
fjörður”, “Á Stigabergi”, Til móður minnar” og “Drengur-
inn minn í skólagarðinum”. Má þegar á kvæðum þessum
sjá aðaleinkenni skáldsins: hljómfegurð og þýðleik, mál-
mýkt og lipurð. Rímsnilld Magnúsar hefir að verðugu