Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Page 24

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Page 24
24 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: um búsifjum ævinnar; hann hefir aldrei varpað yfir sig neinni sorgarskikkju; engu að síður er hann viðkvæmur tilfinningamaður, sem borið hefir jafnan harm smn í hljóði; honum blæddi inn.” Seinni kona Magnúsar, sem hann gekk að eiga 1890, var Laurentía Mikolína Fellsted, ættuð af Vestfjörðum; hún lést eftir langvarandi vanheilsu árið 1912. Þrjú mannvænleg böm Magnúsar lifa hann: Mrs. Guðfinna Nichols, Cincinnati, Ohio; Mrs. Jónína Safford, Winnipeg, sem búið hefir með föður sínum, og Hannes, búsettur í Sudbury, Ontario. En fimm efnilegum bömum sínum hafði Magnús orðið að sjá á bak í lifanda lífi, sum- um þeirra á fullorðinsaldri. Hann var einn af 14 systkin- um, sem öll em nú látin, nema Jón bróðir hans, sem bú- settur er í Winnipeg, maður háaldraður. Magnús Markússon vann að margvíslegum stöifum um dagana, sér í lagi fyrstu ár sín vestan hafs. Snemma á ámm varð hann þó fastur starfsmaður á innflutnmga- skrifstofu sambandsstjórnarinnar í Winnipeg, en síðustu starfsárin í þjónustu Winnipeg-borgar. Einnig gaf hann sig að fasteigna- og farandsölu. Hann var vel metinn í starfi sínu og þótti þar alstaðar hinn liðtækasti. Magnús vann sér á yngri árum frægðarorð fyrir sigur- vinningar sínar í kapphlaupum, sem háð vom í Winni- peg, en hannhlautþrisvar sinnum fyrstu verðlaun í þeim, og jók með þeim hætti á hróður landa sinna í Vesturheimi. Annars var hann kunnastur meðal þeirra, beggja megin hafsins, fyrir ljóðagerð sína. Tvær ljóðabækur komu út eftir hann: Ljóðmæli (1907 og Hljómbrot (1924); áttu þær báðar vinsældum að fagna, ekki síst vestan hafs. I fyrstu bók hans em ýms þýð kvæði og falleg: “Skaga- fjörður”, “Á Stigabergi”, Til móður minnar” og “Drengur- inn minn í skólagarðinum”. Má þegar á kvæðum þessum sjá aðaleinkenni skáldsins: hljómfegurð og þýðleik, mál- mýkt og lipurð. Rímsnilld Magnúsar hefir að verðugu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.