Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 91
ALMANAK
91
Forks, N.D., kosinn forseti Læknafélags Grand Forks
héraðs.
9. febr.—Hið víðlesna tímarit “Time Magazine”íBand-
aríkjum flytur grein um Hjálmar Björnsson, ritstjóra í
Minneapolis, og lýkur lofsorði á fjölþætta ritstjórnar-
starfsemi hans.
20. febr,—Kolbeinn S. Thordarson, vararæðismaður
Islands í Seattle, Wash., afhendir ekkjufrú Lukku Guð-
mundsson í Tacoma, Wash., riddarakross Fálkaorðunnar,
sem ríkisstjórn fslands hafði sæmt hana í þakkar- og við-
urkenningar skyni fyrir, að hún hafði sent að gjöf til Is-
lands hið stóra og merkilega íslenzka bókasafn manns
hennar, Eyjólfs S. Guðmundssonar (d. 1938).
23.-25. febr.—Tuttugasta og níunda ársþing Þjóðrækn-
isfélags fslendinga í Vesturheimi háð í Winnipeg við á-
gæta aðsókn. Aðalræðumenn á samkomum í sambandi
við þingið voru dr. Árni Helgason, ræðismaður íslands í
Chicago, Dr. Lárus A. Sigurðsson, Winnipeg, og séra Eir-
íkur Brynjólfsson frá Útskálum. Séra Philip M. Pétursson,
vara-forseti, var kosinn forseti félagsins í stað séra Valdi-
mars J. Eylands, er þá dvaldi á íslandi og þjónaði Útskála-
prestakalli. Litlu síðar endurkaus stjómamefnd félagsins
Gísla Jónsson fyrrv. prentsmiðjustjóra sem ritstjóra “Tím-
arits” þess. Einnig réði stjómarnefndin Mrs. Hólmfríði
Daníelsson sem fræðslumálastjóra nokkurn hluta ársins.
25. febr,— Dr. Thorbergur Thorvaldsson, prófessor í
efnafræði við fylkisháskólann í Saskatchewan, og dr.
Ámi Helgason, verksmiðjustjóri í Chicago, kosnir heið-
ursfélagar Þjóðræknisfélagsins.
Febr.—Blaðafregn segir frá því, að Dr. Jón Ó.Sigurðs-
son (sonur séra Jónasar A. Sigurðsson og frú Stefaníu),
leggi á næstunni, ásamt fjöldskyldu sinni, af stað frá San
Francisco til Kína til þess að gerast þar ráðgefandi læknir
hjá yfirlækni stjórnarhersins í landi þar.
16. marz—Konur úr Kvenfélagasambandi Sameinaða