Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Page 31

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Page 31
ALMANAK 31 veðri. Þaðan fórum við aftur klukkan eitt um nóttina og sigldum nú beint strik til Granton á Skotlandi. 14. júní. Gott veður, suðvestan hefjandi gola, nok- kuð hvass, með köflum. Þennan dag lenti stúlka útbyrðis (eflaust af ásettu ráði). Skipið var stöðvað, þegar í stað, bátur settur út og varð stúlkunni bjargað; hjálpaði það til, að vindur hafði komizt í pilsin og haldið henni uppi. Hún var aðeins með lífsmarki, en hresstist samt furðu fljótt. Afráðið var að skilja þessa konu eftir í Granton, og senda hana svo þaðan heim aftur til Islands, því hún var álitin að vera ekki með fullu ráði. Svo veit eg ekki meira um það. Eftir miðjan dag eygðum við land, aðeins, út við sjóndeildarhring, á vinstri hönd; það voru Shetlandseyjar (Hjaltland). 15. júní. Heiðríkt og bezta veður. Klukkan 5 um morguninn sást Skotland í suðvestur frá skipinu. Skömmu fyrir hádegi vorum við framundan nyrzta bæ á Skotlandi. Bær sá heitir Péturshöfði (Peterhead). Þar var sett upp að landi til að fá læknishjálp handa konunni, sem ól bamið á leið vorri gegnum Færeyjar, því hún var víst hættulega veik. Péturshöfði var sá fyrsti bær sem við sá- um, og varð mönnum næsta starsýnt á byggingamar, og er það þó lítill bær í samanburði við aðra bæi á Bret- landi. Eftir litla dvöl fórum við þaðan aftur, og sigldum nú suður með ströndum Skotlands, einn óraveg, að mér virtist, unz við komum kl. 7 um kvöldið suður að mynn- inu á Furðufirði (Firth of Forth) stærsta firði á Skotlandi. Eitt hið merkilegasta, er eg þóttist sjá þenna dag, var viti, byggður upp úr sjó, á að gizka 10 rnílur undan landi. Um kvöldið sigldum við inn Furðufjörð og komum til Granton kl. 11.30 e.m. Þá var orðið koldimt, og gat mað- ur því ekkert séð á land nema ljósaraðirnar um allt. Já, ljósin, þau vora dýrðleg, og eitt af því nýstárlega fyrir okkur, hvert við annað og í öllum áttum að sjá, á landi, með ýmsum litum: hvít, rauð og græn ljós. Og svo var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.