Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Page 86

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Page 86
86 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: legu á mánudagsmorgun og biðu, að upp stytti þokunni, sem var á aðfaranótt þriðjudags. Lögðu þeir þá af stað, eh þokunni skellti yfir aftur. Klukkan 3 til 4 síðdegis á þriðjudaginn fundu þeir Kolbeinsey, jafnframt létti þok- unni og gerði fagurt veður. Bát höfðu þeir með sér, settu þeir hann á flot og gengu á land á eyjunni, en sjór var eins dauður og framast má verða norður þar. Dvöldu þeir við eyjuna það, sem eftir var dags, og fram á næstu nótt. Þeir athuguðu hana vandlega, vaðbáru hana, og mældist hún tæpa 60 faðma á lengd, 40 faðma á breidd, og 5—6 faðma á hæð yfir sjávarmál. Fugl sáu þeir engan, kvorki á eyjunni sjálfri né á sjónum í kring, og egg fundu þeir engin; átti þó fugl þar að vera alorpinn, eftir gamalla manna sögn, og fugl var alorpinn við Grímsey. Engin vegsummerki voru þar eftir fugl, nema lítilsháttar skegludritur á berginu. Þörungagróður enginn á flúðun- um við eyjuna, sem von var, því hafís hafði þar verið fram undir sumarmál. Færum renndu þeir í sjó hér og þar í kringum eyjuna, en urðu ekki varir; ekki mældu þeir sjávarhita. Ekkert lausagrjót var á eyjunni, né neinn vottur fyrir gróðri eða jarðvegsmyndun, og öll eyjan bar vott þess, að sjóar hefðu yfir hana gengið. Stuðlaberg er þar ekki, heldur brunnið blágrýti með augum og frauðulegt, en þó núað og fágað eftir ágang sjóa og ísa. Kolbeinsev hefir stórlega hnignað öldum saman, sem ráða má af lýs- ingu hennar eftir Hvanndalabræður, og í raun og veru er það ekki ótrúlegt. Er þeir félagar komu aftur til Húsa- víkur úr Kolbeinseyjarför sinni, þótti mörgum hún ærið tilkomulítil, en þeir kváðu sig löglega afsakaða, því að “kreppan” væri komin alla leið þangað. Eftir mælingu Friðriks sjóliðsforingja Ólafssonar á varðskipinu “Ægh” árið 1933, er nákvæm mæling Kol- beinseyjar þetta: Hæð 46 fet; lengd 230 fet; breidd 98 fet og 196 fet, þar sem hún er breiðust. Eyjan liggur á 67°
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.