Jörð - 01.10.1941, Síða 62
„Fáið þér yður sæti,“ sagði hann, „frændi sæll.“
„Frændi!“ hreytti Díónýsíus úr sér. „Þér andskotans
ljúgið því“; og liann gaf sjálfum sér selhita í andlitið.
„Fáið þér yður sæti, flónið,“ kallaði gamli aðalsmað-
urinn með snöggum, liöstum rómi, líkum lmndgá. „Látið
þér yður detta í hug,“ hélt hann áfram, „að ég myndi, úr
því ég beitti þessu litla bragði með hurðina, láta við það
sitja? Ef þér kjósið heldur að vera bundinn á höndum
og fótum þangað til yður svíður í kögglum, þá skuluð þér
rísa upp og hætta á að komast á hurt. Ef þér kjósið að
vera laus og liðugur ungur spjátrungur, sem situr á þægi-
legu tali við gamlan aðalsmann — nú, þá skulið þér sitja
þar sem þér eruð kominn, og guð veri með yður.“
„Eigið þér við, að ég sé fangi?“ spurði Díónýsíus.
„Ég segi eins og er,“ svaraði hinn maðurinn. „Ég hefði
heldur kosið að láta yður komast að þeirri niðurstöðu
sjálfan.“
Díónýsíus setlist aftur. Honum tókst að vera rólegur á
ytri manninn; en hið innra sauð ýmist í houum af reiði
eða fór um liann kvíðahrollur. Hann var nú ekki leng-
ur sannfærður um, að hann ætti við geðveikan mann. Og
ef gamli aðalsmaðurinn var með réttu ráði, við liverju
i ósköpunum mátti hann þá húast? Hvaða hlægilegu eða
hrapallegu ævintýri var hann lentur í? Og livernig átli
liann að snúast við því?
Meðan liann var að þessum óhugnanlegu hollalegging-
um, var lyft skörinni á tjaldinu, sem hékk fyrir hænhús-
dyrunum og inn gekk hávaxinn, skrýddur prestur, sem
starði hvasst á Díónýsíus og mælti nokkur orð til lierra
de Malétroit í hálfum hljóðum.
„Er hún nú í skárra skapi?“ spurði hann.
„Hún er heldur stilltari,“ svaraði presturinn.
„Nú, Guð lijálpi henni, það er erfitt að vera henni að
skapi,“ sagði gamli aðalsmaðurinn glottandi. „Þetta er
snotur grænjaxl — ekki illa ættaður —, og auk þess hef-
ir hún sjálf valið hann. Ilvað vill stelpuóhemjan liafa
það meira?“
364
JÖRD