Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 16

Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 16
12 Hannes Þorsteinsson: Prestafélagsritið. hans af galdramálum. Eftir að þessir lofsamlegu vitnisburðir um séra Pál voru birtir, hlotnaðist honum sú virðing, að Þórður biskup tilnefndi hann fyrstan sem biskupsefni á Hól- um eftir ]ón biskup Vigfússon, er séra Páll afþakkaði aldurs vegna, því að hann var þá um sjötugt, og hefir biskup eflaust vitað það fullvel, að hann mundi ekki takast þennan vanda á hendur, jafngamall maður. Liggur því næst að ætla, að biskup hafi að eins gert þetta séra Páli til sæmdar og einskonar sára- bóta fyrir aðkast það, er hann hefir orðið fyrir. Hefir biskup með þessu tilboði viljað veita honum »uppreisn«, sýna honum fram á, að þrátt fyrir alt væri hann talinn hæfastur allra til þessa veglega embættis, að meðal lærðra manna hefði álit hans engan hnekki beðið, og að hann væri skoðaður sem höfuðprýði klerkastéttarinnar, er staðið hefði á verði á hinum hættulegustu tímum sem trúarhetja, sem sverð og skjöldur kennilýðsins í baráttunni gegn valdi myrkranna. Og það hefir vafalaust verið skoðun alls þorra manna. Nú er þá eftir að athuga stuttlega, hvort nokkrar veru- legar málsbætur verði fundnar fyrir framkomu séra Páls í galdramálunum, auk þeirra áhrifa, sem aldarandinn hefir haft yfirleitt. Það getur í fljótu bragði virzt lítt skiljanlegt, að jafn- gáfaður og hálærður maður, sem séra Páll, skyldi gerast svo ofstækisfullur í þessum efnum, en eg hygg, að skýringin liggi einmitt í því, að hann var lærðari en aðrir, og hvernig þeim lærdómi var háttað. Hinn mikli lærdómur hans hefir gert hann æran. Hann var ekki aðeins frábærlega vel að sér í grísku. og hebresku, heldur einnig yfirleitt í austurlandafræð- um, mjög hneigður til heimspekilegra hugleiðinga um upphaf hlutanna og tilveruna, en heimspekirit þeirrar tíðar voru mjög blandin ýmsum hjátrúarfullum kreddum og hindurvitnum, mesta moldviðri, full af dulfræði (mystik), t. d. um uppruna hins illa og áhrif þess í heiminum. Þetta má t. d. sjá af Gandreið séra ]óns Daðasonar', er séra Páll hafði miklar mætur á og tók afskrift af (1674). Og um sömu mundir samdi hann svipað rit, er hann nefndi l/ísdómsbók (Pansophia), mjög dulspeki- legt að efni og orðfæri. Og um það leyti, þá er Selárdals-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.