Prestafélagsritið - 01.01.1922, Qupperneq 16
12
Hannes Þorsteinsson:
Prestafélagsritið.
hans af galdramálum. Eftir að þessir lofsamlegu vitnisburðir
um séra Pál voru birtir, hlotnaðist honum sú virðing, að
Þórður biskup tilnefndi hann fyrstan sem biskupsefni á Hól-
um eftir ]ón biskup Vigfússon, er séra Páll afþakkaði aldurs
vegna, því að hann var þá um sjötugt, og hefir biskup eflaust
vitað það fullvel, að hann mundi ekki takast þennan vanda á
hendur, jafngamall maður. Liggur því næst að ætla, að biskup
hafi að eins gert þetta séra Páli til sæmdar og einskonar sára-
bóta fyrir aðkast það, er hann hefir orðið fyrir. Hefir biskup
með þessu tilboði viljað veita honum »uppreisn«, sýna honum
fram á, að þrátt fyrir alt væri hann talinn hæfastur allra til
þessa veglega embættis, að meðal lærðra manna hefði álit
hans engan hnekki beðið, og að hann væri skoðaður sem
höfuðprýði klerkastéttarinnar, er staðið hefði á verði á hinum
hættulegustu tímum sem trúarhetja, sem sverð og skjöldur
kennilýðsins í baráttunni gegn valdi myrkranna. Og það hefir
vafalaust verið skoðun alls þorra manna.
Nú er þá eftir að athuga stuttlega, hvort nokkrar veru-
legar málsbætur verði fundnar fyrir framkomu séra Páls í
galdramálunum, auk þeirra áhrifa, sem aldarandinn hefir haft
yfirleitt. Það getur í fljótu bragði virzt lítt skiljanlegt, að jafn-
gáfaður og hálærður maður, sem séra Páll, skyldi gerast svo
ofstækisfullur í þessum efnum, en eg hygg, að skýringin liggi
einmitt í því, að hann var lærðari en aðrir, og hvernig þeim
lærdómi var háttað. Hinn mikli lærdómur hans hefir gert
hann æran. Hann var ekki aðeins frábærlega vel að sér í
grísku. og hebresku, heldur einnig yfirleitt í austurlandafræð-
um, mjög hneigður til heimspekilegra hugleiðinga um upphaf
hlutanna og tilveruna, en heimspekirit þeirrar tíðar voru mjög
blandin ýmsum hjátrúarfullum kreddum og hindurvitnum, mesta
moldviðri, full af dulfræði (mystik), t. d. um uppruna hins illa
og áhrif þess í heiminum. Þetta má t. d. sjá af Gandreið
séra ]óns Daðasonar', er séra Páll hafði miklar mætur á og
tók afskrift af (1674). Og um sömu mundir samdi hann svipað
rit, er hann nefndi l/ísdómsbók (Pansophia), mjög dulspeki-
legt að efni og orðfæri. Og um það leyti, þá er Selárdals-