Prestafélagsritið - 01.01.1922, Side 40
36
S. P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
Hverjar hafa afleiðingar þess orðið, hvort mönnum
hefir tekist vel eða illa að tileinka
sér bjartsýni kristindómsins?
Þær hafa ótvírætt verið miklar og margvíslegar.
Því svaríara sem menn hafa litið á þessa tilveru, þennan
eymdadal, þetta vesala jarðlíf, sem altaf færi versnandi, því
meir hefir það komist inn í hugi manna, að allar framfarir
hér í heimi á andlegu sviði væru árangurslitlar, að öll starf-
semi til fullkomnunar mannkyninu væri að vinna fyrir gíg,
nema að því leyti, sem guðræknin og alt það, sem af henni
væri sprottið, ætti í vændum endurgjald sitt í komandi heimi.
Slíkri svartsýni hefir fylgt vonleysi um sigur hins góða hér
í heimi. Menn hafa þá álitið, að Guð léti margt afskiftalaust,
leyfði margt, þótt gagnstætt væri vilja hans.
Hið einasta, sem þeim var unt að gera, er þannig hugsuðu,
var að þreyja þolgóðir til umskiftanna miklu með dauða og dómi.
Slíkur hugsunarháttur hlaut að lama framkvæmdarþrek
manna og andlega framtakssemi.
Góðkunni norski presturinn Thv. Hlaveness lýsti þessu
ástandi samkvæmt sinni reynslu í fyrirlestri, er hann hélt árið 1906.
Honum farast svo orð: »Ekkert hefir jafngreinilega sannfært
mig um annmarkana á kristindómi vorra tíma sem það, að hann
býr mönnum fremur lífsþreytu en lífsgleði. — Eða er því ekki
svo farið? — Einkenni alls þorrans þeirra andlegu söngva,
sem mönnum er ljúfast að syngja, er óskin að losast sem
allra fyrst úr þessum heimi, til þess að geta notið sælla og
betra lífs á himnum. Þessu samsvarar þá líka andinn, sem
drotnandi er innan flestra kristilegra mannflokka og sá »tónn«,
sem þar ber mest á. Hér ber yfirleitt lítið á gleðinni yfir
störfum lífsins, lítið á eldmóði yfir því, sem hreyfir sér í tím-
anum. Miklu fremur er á alt slíkt litið með tortryggni. Alstaðar
hafa menn veður af vantrú og óguðleika. Það er blátt áfram
orðið sem faraldur meðal margra presta og innan margra
kristilegra mannflokka, að vera sífelt að stagast á því og
kvarta yfir því hve »tímarnir séu vondir« og að lýsa spillingu