Prestafélagsritið - 01.01.1922, Qupperneq 45
Prestaféiagsritíö. Bjartsýni kristindómsins. . 41
Mönnum er einnig mögulegt að safna björtum minningum
frá lífsreynslu sinni og varðveita þær í sálu sinni. Ráðið:
»Leitið og munuð þér finna«, á þar við. Sá sem leitar að
hinu bjarta, hinu fagra og góða, mun sannarlega finna mikið
af slíku í jarðlífinu. Sá sem leitar að ljósi, mun sannarlega
finna mikið af því. En slíkt lyftir og hefir alt önnur áhrif en
leit að skuggum og blettum og safn af slíku í sálum vorum.
Það er ekki hægt að efast um það, að hver maður getur
gert mikið til þess að verða bjartsýnn á sigur hins góða. Svo
sannarlega sem allir geta öðlast trúna, geta þeir einnig öðlast
bjartsýni trúarinnar.
Það eru bjartsýnir menn sem vér þurfum að eignast. Oss
er nauðsyn að eignast þá sem flesta, miklu fleiri en þá sem
með slíku hugarþeli nú starfa vor á meðal, opinberlega eða
í kyrþey. •
Guði sé lof fyrir alla bjartsýna karla og konur, sem nú
starfa vor á meðal, í kirkju vorri eða á heimili sínu eða til
einhverra þjóðfélagsþarfa.
En vér þurfum að eignast fleiri slíka menn.
Ef eg ætti mér ósk kirkju vorri og þjóð til handa, yrði
hún sú, að vér mættum eignast sem mest af bjartsýnum mönn-
um í nánustu framtíð.
Mönnum, sem væru bjartsýnir á náð Guðs, á afskifti hans
af mannlífinu. Á að hinn kærleiksríki, réttláti og alvitri faðir, sé
máttugur í veikleika hvers þess af börnum hans, er til hans
leitar. Á að Guð sé í öllu, og að Guð sé kærleikur.
Mönnum, sem bjartsýnir væru í baráttunni fyrir göfugum
hugsjónum og bjartsýnir á aðra menn. Mönnum, sem lært
hefðu að líta á aðra líkt því sem ]esús leit á mennina. Sem
lært hefðu að líta á bræður sína og systur eins og móðirin
lítur á barnið sitt. Því að rétt er það, sem sagt hefir verið
um mæðurnar, að orsökin til góðra áhrifa þeirra á börn sín
felist aðallega í því, hve þær geti treyst börnunum ótrúlega
vel til hins bezta.
Mönnum, sem væru bjartsýnir á möguleika sjálfra sín: Á