Prestafélagsritið - 01.01.1922, Qupperneq 49
Prestafélagsritið.
Pálsbréfin.
45
aðferðum. Því verður margt í bréfum hans tímabundið og
'verður ekki skilið, nema með fyrirhöfn og lærdómi. En það
sem er um að gera fyrir þann, sem ekki kærir sig um að
verða vísindamaður, það er, að hengja ekki hatt sinn á þessa
snaga, láta þá hneyksla sig og ef til vill gefast upp við alt
saman. Svona verða vor ágætustu verk eftir skamman tíma.
Passíusálmarnir bera nú þegar, eftir tæpar 3 aldir óteljandi
merki um aldur sinn og fjarlægð frá oss, og eru þeir þó
eitt vort ágætasta verk. En lesandinn á að taka þetta eins
og það er, vita, að hjá þessu verður ekki komist. En hitt á
að líta á, það sem þessi maður var og það sem hann hafði
að flytja, það sem var kjarninn í þessum tímabundnu umbúð-
um. Það hvorttveggja lifir og hefir komið til vorra daga
óbreytt og auðskilið. Það er það, sem eg vil benda mönnum á.
Annað, sem hefir gert það að verkum, að menn hafa ekki
Jesið bréfin í nýja testamentinu eins mikið og vert væri,
einkum bréf Páls, það eru guðspjöllin. Þetta kemur nú ef til
vill einhverjum kynlega fyrir sjónir, en það er þó mjög einfalt
mál. Ef vér hefðum ekki í annað hús að venda um frum-
iristnina og kristindóminn í sinni upprunalegu mynd, en í
bréfin, þá væru þau að sjálfsögðu mikið lesin. En nú höfum
vér (og það er óhætt að segja: sem betur fer) guðspjöllin,
hinar óviðjafnanlegu frásögur um ]esú og orð hans, og bæði
af því að þau leiða hann sjálfan fram og af því hve yndis-
legur einfaldleiki þeirra er, þá taka þau athyglina svo að segja
frá öðru. Fyrir mörgum er nýja testamentið — guðspjöllin.
Menn vita að vísu að bréfin eru til, en þau eru »terra inco-
gnita«, ókannað land, fyrir mörgum.
Og loks má nefna eitt enn.
Páll postuli er ekki rithöfundur í þess orðs þrengri merk-
ingu. Hann heitir og er Páll postuli en ekki Páll rithöfundur.
Ef lagður er skrifborðs mælikvarði á bréf Páls þá má margt
að þeim finna. Til þess þarf ekki mikinn skarpleika. Hver
smásmuglegur sparðatínslukappi getur bent á fjölmargt í bréf-
um Páls, sem ekki stenzt gagnrýni. Hann ruglar stundum
saman persónufornöfnunum, svo að hann segir í sömu