Prestafélagsritið - 01.01.1922, Side 51

Prestafélagsritið - 01.01.1922, Side 51
Presíafélagsritiö. Pálsbréfin. 47 hans. Hann er einarður og segir það sem honum býr í brjósti, svo að vér eigum mjög skýra og ákveðna mynd af því, sem hann á annað borð talar um. Vér vitum t. d. mjög vel um afstöðu hans til lögmálsins, af því að hún er aðal umtalsefni hans í tveim stórum bréfum, Rómverjabréfinu og Galatabréf- inu. Vér vitum líka mjög vel um skoðun hans á hjálpræðis- ráðstöfunum Guðs og sambandi mannsins við Guð. En aftur á móti vitum vér t. d. lítið og óglögt um skoðun Páls á Kristi, nema af einstökum orðatiltækjum í öðru sambandi. Vér vitum ekki heldur neitt greinilega um skoðun hans á framtíðarástandi þeirra, sem ekki verða hólpnir og margt er það fleira, sem hann skýrir ekki greinilega frá. Og þetta er svo ofur skiljan- legt. Hann skrifaði ekki neina trúfræði, þar sem vandamálin eru tekin í röð og útlistuð. Hann skrifaði um það, sem að honum kallaði í það og það skifti. Höfuðkafli margra bréfanna er trúfræðilegur. En það er hending ein, sem ræður því, hvað það er af trúfræðinni, sem hann tekur. Vmsir halda, og ráða það af bréfunum, að Páll hafi sí og æ verið að deila um lögmálið, sí og æ verið að sýna fram á ófullkomleika þess. En þetta er naumast rétt. Það voru gerðar miklar árásir á hann og starfsemi hans frá Gyðinga hlið, bæði af Gyðingum sjálfum og kristnum mönnum af gyðinglegu stefnunni, sem töldu, að lögmálið og uppfylling þess væri nauðsynleg fyrir kristna menn. Þessar árásir komu fram þannig, að reynt var að snúa söfnuðum Páls frá honum og telja þeim trú um að kristindómur Páls væri rangur, af því að hann slepti lögmálinu. Nú er það víst, að bæði Galatabréfið og Rómverjabréfið eru beinlínis skrifuð gegn þessum árásum, og það má því ekki ráða af þeim neitt í þá átt, að þetta hafi sí og æ verið í huga Páls, eða verið svo að segja eina aðalatriðið í huga hans eða prédikun. Nei, Páll segir að Jesús Kristur, og hann krossfestur, hafi verið aðalefni prédikunar sinnar í Korintu og svo hefir vafa- laust yfirleitt verið. Kjarni prédikunar hans var þessi, að mað- urinn ætti að deyja með Kristi að holdinu, til þess að rísa upp með honum að andanum til. Það er trúin, sem tengir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Prestafélagsritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.