Prestafélagsritið - 01.01.1922, Qupperneq 51
Presíafélagsritiö.
Pálsbréfin.
47
hans. Hann er einarður og segir það sem honum býr í brjósti,
svo að vér eigum mjög skýra og ákveðna mynd af því, sem
hann á annað borð talar um. Vér vitum t. d. mjög vel um
afstöðu hans til lögmálsins, af því að hún er aðal umtalsefni
hans í tveim stórum bréfum, Rómverjabréfinu og Galatabréf-
inu. Vér vitum líka mjög vel um skoðun hans á hjálpræðis-
ráðstöfunum Guðs og sambandi mannsins við Guð. En aftur
á móti vitum vér t. d. lítið og óglögt um skoðun Páls á Kristi,
nema af einstökum orðatiltækjum í öðru sambandi. Vér vitum
ekki heldur neitt greinilega um skoðun hans á framtíðarástandi
þeirra, sem ekki verða hólpnir og margt er það fleira, sem
hann skýrir ekki greinilega frá. Og þetta er svo ofur skiljan-
legt. Hann skrifaði ekki neina trúfræði, þar sem vandamálin
eru tekin í röð og útlistuð. Hann skrifaði um það, sem að
honum kallaði í það og það skifti. Höfuðkafli margra bréfanna
er trúfræðilegur. En það er hending ein, sem ræður því, hvað
það er af trúfræðinni, sem hann tekur. Vmsir halda, og ráða
það af bréfunum, að Páll hafi sí og æ verið að deila um
lögmálið, sí og æ verið að sýna fram á ófullkomleika þess.
En þetta er naumast rétt. Það voru gerðar miklar árásir á
hann og starfsemi hans frá Gyðinga hlið, bæði af Gyðingum
sjálfum og kristnum mönnum af gyðinglegu stefnunni, sem
töldu, að lögmálið og uppfylling þess væri nauðsynleg fyrir
kristna menn. Þessar árásir komu fram þannig, að reynt var
að snúa söfnuðum Páls frá honum og telja þeim trú um að
kristindómur Páls væri rangur, af því að hann slepti lögmálinu.
Nú er það víst, að bæði Galatabréfið og Rómverjabréfið eru
beinlínis skrifuð gegn þessum árásum, og það má því ekki
ráða af þeim neitt í þá átt, að þetta hafi sí og æ verið í
huga Páls, eða verið svo að segja eina aðalatriðið í huga
hans eða prédikun.
Nei, Páll segir að Jesús Kristur, og hann krossfestur, hafi
verið aðalefni prédikunar sinnar í Korintu og svo hefir vafa-
laust yfirleitt verið. Kjarni prédikunar hans var þessi, að mað-
urinn ætti að deyja með Kristi að holdinu, til þess að rísa
upp með honum að andanum til. Það er trúin, sem tengir