Prestafélagsritið - 01.01.1922, Side 81
Prestafélagsritið*
Frumkristni þjóðar vorrar.
77
innbyggjendur lands vors í íslenzkum staðarheitum eins og t.
a. m. Papey og Papós.
Hvenær þessir írsku munkar hafa fyrst tekið að venja
komur sínar út hingað, vitum vér ekki með neinni vissu;
sagan þegir um það. Algengasta skoðunin hefir verið sú, að
þeir hafi fyrst borist hingað í lok 8. aldar og hafa menn
aðallega bygt það á ummælum hins írska fræðimanns Dikuils
munks í bók hans »um eðli og ásigkomulag jarðarkringl-
unnar«.
Hér skýrir höfundurinn frá því, að hann hafi fyrir 30 árum
átt tal við írska klerka og fengið hjá þeim vitneskju um stórt
eyland í norðurátt þaðan, og höfðu þeir dvalið þar frá byrjun
febrúar fram í ágústmánuð. Nefnir Dikuil ey þessa »Thúle«,
og kemur alt, sem hann segir um land þetta, mjög vel heim
við ísland. En þar sem rit þetta er samið árið 825, hafa
þessir klerkar komið hingað og dvalist hér árið 795. Annars
kemur þetta dularfulla Thúle-nafn aftur og aftur fyrir í land-
fræðiritum miðaldanna og enda svo langt aftur á öldum sem
í ritum Tacítusar og Plíníusar. En líkur eru mjög litlar fyrir,
að með því Thúle sé átt við það land, sem í lok 9. aldar var
tekið á skrá bygðra landa og gefið nafnið Island.1) Þó má
benda á rit annars höfundar, hundrað árum á undan Dikuil,
þar sem nafnið »Thúle« eða »Týli« kemur fyrir og gæti átt
við ísland. Sá höfundur er Beda munkur hinn virðulegi í
Jarrow-klaustri á Englandi (t 735), sá er samdi fyrstu til-
raunina til almennrar veraldarsögu á enska tungu og ritað
hefir elstu kirkjusögu Bretlands, stórmerka bók. 1 riti sínu
»Kronologia« getur hann þessarar norðlægu eyjar. Er minst
á þetta í upphafi Landnámu svofeldum orðum: »í aldarfars-
bók þeirri, er Beda prestur heilagur gerði, er getið eylands
þess er Tíli heitir og í bókum er sagt að liggi 6 dægra sigl-
ingu í norður frá Bretlandi«. Sjálf lýsingin á eylandi þessu
hjá Beda er að vísu ekki annað en orðréttur kafli úr miklu
eldra riti, þar sem með Thúle getur ekki verið átt við ísland.
1) Sjá nánar um þetta efni í Landffæðissögu Þorv. Thoroddsen I.