Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 81

Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 81
Prestafélagsritið* Frumkristni þjóðar vorrar. 77 innbyggjendur lands vors í íslenzkum staðarheitum eins og t. a. m. Papey og Papós. Hvenær þessir írsku munkar hafa fyrst tekið að venja komur sínar út hingað, vitum vér ekki með neinni vissu; sagan þegir um það. Algengasta skoðunin hefir verið sú, að þeir hafi fyrst borist hingað í lok 8. aldar og hafa menn aðallega bygt það á ummælum hins írska fræðimanns Dikuils munks í bók hans »um eðli og ásigkomulag jarðarkringl- unnar«. Hér skýrir höfundurinn frá því, að hann hafi fyrir 30 árum átt tal við írska klerka og fengið hjá þeim vitneskju um stórt eyland í norðurátt þaðan, og höfðu þeir dvalið þar frá byrjun febrúar fram í ágústmánuð. Nefnir Dikuil ey þessa »Thúle«, og kemur alt, sem hann segir um land þetta, mjög vel heim við ísland. En þar sem rit þetta er samið árið 825, hafa þessir klerkar komið hingað og dvalist hér árið 795. Annars kemur þetta dularfulla Thúle-nafn aftur og aftur fyrir í land- fræðiritum miðaldanna og enda svo langt aftur á öldum sem í ritum Tacítusar og Plíníusar. En líkur eru mjög litlar fyrir, að með því Thúle sé átt við það land, sem í lok 9. aldar var tekið á skrá bygðra landa og gefið nafnið Island.1) Þó má benda á rit annars höfundar, hundrað árum á undan Dikuil, þar sem nafnið »Thúle« eða »Týli« kemur fyrir og gæti átt við ísland. Sá höfundur er Beda munkur hinn virðulegi í Jarrow-klaustri á Englandi (t 735), sá er samdi fyrstu til- raunina til almennrar veraldarsögu á enska tungu og ritað hefir elstu kirkjusögu Bretlands, stórmerka bók. 1 riti sínu »Kronologia« getur hann þessarar norðlægu eyjar. Er minst á þetta í upphafi Landnámu svofeldum orðum: »í aldarfars- bók þeirri, er Beda prestur heilagur gerði, er getið eylands þess er Tíli heitir og í bókum er sagt að liggi 6 dægra sigl- ingu í norður frá Bretlandi«. Sjálf lýsingin á eylandi þessu hjá Beda er að vísu ekki annað en orðréttur kafli úr miklu eldra riti, þar sem með Thúle getur ekki verið átt við ísland. 1) Sjá nánar um þetta efni í Landffæðissögu Þorv. Thoroddsen I.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.