Prestafélagsritið - 01.01.1922, Side 95
Prestafélagsritið.
Frumkristni þjóðar vorra.
91
manna. Þess sáust sem sé, ekki síður hér en annarstaðar,
mörg og ótvíræð merki, að dagar heiðninnar voru senn taldir
og að hún ætti sér enga viðreisnarvon. Sumpart var hinn
heiðni átrúnaður orðinn að aumustu hjátrú, og sumpart bólaði
á megnustu vantrú meðal fylgjenda hennar. Menn dýrkuðu
ýmiskonar náttúru-hluti eins og steina, tré, fossa, eða skynlausar
skepnur eins og kýr og naut, hunda, hesta, ísbirni og þvíl.
Ennfremur dýrkuðu menn einskonar milliverur milli guða og
manna, vættir — landvættir — álfa, draumverur, sem menn
blétu og færðu fórnir. Vafalítið hefir þessi trú á vættir í
öndverðu verið einskonar andatrú eða trú á sálir framliðinna,
sem var eiginleg Norðurlandabúum ekki síður en öðrum
þjóðum af sama kynstofni. En jafnframt því- sem öll þessi
hjátrú magnaðist með heiðnum mönnum, hnignaði sjálfum
trúarhugmyndum manna mjög almennt. Asatrúin gamla hafði
stórum afbakast. Guðirnir höfðu í meðvitund manna gerst
mönnunum líkir og það svo, að ekki aðeins lífernishættir
þeirra eru orðnir eins og mannanna, heldur eiga líka ódygðir
mannanna heima hjá ásum. Þeir eta og drekka eins og menn,
koma saman í átveizlum og drykkjusamkvæmum og verða sér til
minkunar í ölæði. Þeir ljúga og svíkja, rjúfa heit sín og sitja á
svikráðum hver við annan. Sjálfum Oðni er lýst sem blygðunar-
lausum kvennamanni, ósiðlátri persónu, ástabrallara og hórkarli,
sem ekkert er heilagt. Og aðrir æsir eru ekki stórum betri.
En þegar svo var komið fyrir ásatrúnni, að hún var orðin
að römmustu hjátrú, var sízt furða, þótt margir hinna beztu
manna fengju óbeit á henni og sneru við henni bakinu með
gremju og með fyrirlitningu fyrir slíkri guðasamkundu og
jafn óskynsamri guðsdýrkun. Og vafalaust hafa augu margra
opnast fyrir þessu við að kynnast kristindóminum. Hvergi
kemur þessi gremja og fyrirlitning öllu átakanlegar í ljós en
í Eddukvæðinu alkunna Lokasenna, þar sem hin siðferðilega
gremja og vandlæting heiðins manns birtist í nöpru og níst-
andi háði. Þá eru einnig Hárbarðsljóð ekkert annað en háð-
kvæði um Þór, sem ekki einu sinni fær ráðið við lítilsigldan
ferjumann, er hellir sér yfir hann með storkunaryrðum og