Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 95

Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 95
Prestafélagsritið. Frumkristni þjóðar vorra. 91 manna. Þess sáust sem sé, ekki síður hér en annarstaðar, mörg og ótvíræð merki, að dagar heiðninnar voru senn taldir og að hún ætti sér enga viðreisnarvon. Sumpart var hinn heiðni átrúnaður orðinn að aumustu hjátrú, og sumpart bólaði á megnustu vantrú meðal fylgjenda hennar. Menn dýrkuðu ýmiskonar náttúru-hluti eins og steina, tré, fossa, eða skynlausar skepnur eins og kýr og naut, hunda, hesta, ísbirni og þvíl. Ennfremur dýrkuðu menn einskonar milliverur milli guða og manna, vættir — landvættir — álfa, draumverur, sem menn blétu og færðu fórnir. Vafalítið hefir þessi trú á vættir í öndverðu verið einskonar andatrú eða trú á sálir framliðinna, sem var eiginleg Norðurlandabúum ekki síður en öðrum þjóðum af sama kynstofni. En jafnframt því- sem öll þessi hjátrú magnaðist með heiðnum mönnum, hnignaði sjálfum trúarhugmyndum manna mjög almennt. Asatrúin gamla hafði stórum afbakast. Guðirnir höfðu í meðvitund manna gerst mönnunum líkir og það svo, að ekki aðeins lífernishættir þeirra eru orðnir eins og mannanna, heldur eiga líka ódygðir mannanna heima hjá ásum. Þeir eta og drekka eins og menn, koma saman í átveizlum og drykkjusamkvæmum og verða sér til minkunar í ölæði. Þeir ljúga og svíkja, rjúfa heit sín og sitja á svikráðum hver við annan. Sjálfum Oðni er lýst sem blygðunar- lausum kvennamanni, ósiðlátri persónu, ástabrallara og hórkarli, sem ekkert er heilagt. Og aðrir æsir eru ekki stórum betri. En þegar svo var komið fyrir ásatrúnni, að hún var orðin að römmustu hjátrú, var sízt furða, þótt margir hinna beztu manna fengju óbeit á henni og sneru við henni bakinu með gremju og með fyrirlitningu fyrir slíkri guðasamkundu og jafn óskynsamri guðsdýrkun. Og vafalaust hafa augu margra opnast fyrir þessu við að kynnast kristindóminum. Hvergi kemur þessi gremja og fyrirlitning öllu átakanlegar í ljós en í Eddukvæðinu alkunna Lokasenna, þar sem hin siðferðilega gremja og vandlæting heiðins manns birtist í nöpru og níst- andi háði. Þá eru einnig Hárbarðsljóð ekkert annað en háð- kvæði um Þór, sem ekki einu sinni fær ráðið við lítilsigldan ferjumann, er hellir sér yfir hann með storkunaryrðum og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.