Prestafélagsritið - 01.01.1922, Qupperneq 103
Preslafélagsritið.
Kirkjan og frjálsar skoðanir.
99
öðrum orðum, hvernig kirkjan dæmir um frelsishreyfingárnar,
og því næsf undir því, hvað hún leggur áherzluna á í starfi sínu.
Að því er kemur til fyrra atriðisins virðisf mér að spurn-
ingin, sem kirkjan þarf úr að leysa, minni á þá kröfu, sem
ensku nýlendurnar í Ameríku gerðu á hendur ættjörðinni,
gamla Englandi, áður en frelsisstríðið hófst. Nýlendurnar
vildu fúslega varðveita tengslin við ættjörðina, en jafnframt
kröfðust þær tiltekins frelsis, viðurkenningar um sjálfstæði að
nokkru leyti. Ensku stjórninni gat ekki skilist þessi sjálfsagða
krafa, og vísaði henni á bug. Oskandi væri að ekki færi á
sömu leið nú í þessu máli! Því verður alls ekki neitað, að í
kristnum löndum hefir þróast lífsskoðun, sem, frá sögulegu
sjónarmiði, á að öllu leyti rót sína í kristilegum áhrifum, en
er sér þess jafnframt skýrlega meðvitandi, að hún á sjálfstæðan
rétt til að vera óháð tilsjón kirkjunnar. Margir menn með
slíkri lífsskoðun, bæði mentaðir og ómentaðir, viðurkenna
hiklaust kærleiksboðorðið, samliliða fórnfýsi í framkvæmd, og
mætti það valda mörgum kirkjunnar mönnum kinnroða. Til
er trúrækni, óbundin sérstökum trúfræðisetningum, er að vísu
slyrkist fyrir önnur áhrif en þau, er í kirkjunni eru fáanleg,
en á þó jafnframt greinilegast rót sína að rekja til náðarboð-
skaparins, sem dýpstu og auðugustu lífsuppsprettunnar. Hvern
dóm ætlar kirkjan að leggja á þetta? Það er undir því komið,
hvort menn kjósa heldur að halda fast við ytri hlið þessa
máls, eða andlegu hliðina, og þetta er aftur komið undir því,
hvaða skilningur er lagður í eðliseinkenni kirkjufélagsins. Sé
áherzlan lögð á trúfræðikerfin og hið töfrakenda, svo sem
gert er í kaþólsku kirkjunni, þá er öllu sambandi slitið við
menningu nútímans. Á sama hátt mundi og rétttrúnaðarstefna
prótestanta vísa frá sér slíku sambandi, svo örlagaríkar sem
afleiðingarnar yrðu. Hún krefst viðurkenningar ýmsra setn-
inga, sem nátengdar eru frumeðlispeki (Metafysik) og eru
löngu orðnar ósamþýðanlegar meðvitund nútíðarmanna, og
eigna starfsemi kirkjunnar, einkum við útdeilingu sakrament-
anna, yfirnáttúrlega þýðingu. Á alt annan veg verður viðhorfið,
sé áherzlan lögð á hið raunhæfá, andlega eðliseinkenni kirkj-