Prestafélagsritið - 01.01.1922, Síða 132
128
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritið.
in og hið óskiljanlega. Þá lagðist nótt efans og svartsýninnar
yfir þá, eins og alla aðra fylgismenn ]esú og vini. Þeir höfðu
séð hann talinn meðal glæpamanna og með hann farið eftir
því. Vera má að þeir félagarnir hafi hjálpað til að bera líkið
út að gröfinni. Nóttina eftir hafa þeir verið kyrrir í ]erúsalem,
setið hljóðir með einhverjum úr vinahópnum, með örvænting
í sálinni eins og þeir. Þótt fyrstu fregnirnar næðu til þeirra
næsta morgun, vildu þeir ekkert upp úr þeim leggja; ekki
gátu þær vakið þá undrun hjá þeim, að þeir frestuðu heim-
förinni. Vér heyrum það glögt á samtalinu síðar við hinn ó-
kunna gest: »Enn fremur hafa og konur nokkurar úr vorum
flokki, er árla voru við gröfina, gert oss forviða; þær fundu
ekki líkamann, og komu og sögðu, að þær hefðu jafnvel séð
engla í sýn, sem hefðu sagt hann lifa«. Þær fregnir vöktu
þeim enga von. Hátíðinni var lokið; þeir urðu að halda heim.
Þeir fara sömu leiðina og fjöldamargir aðrir hátíðargestir.
En þeir ganga sér, til þess að geta talað saman — og fyrir
þeim er ekki til nema eitt umræðuefni, þetta óskiljanlega,
hvernig alt hafði farið, ósigurinn, vonbrigðin. Svo er æfinlega
fyrir þeirri sál, sem orðið hefir fyrir hinu stórfeldasta. Hún
getur ekki um annað hugsað. Alt annað er henni óviðkom-
andi. Það er sama, hvort það er stórfelt fagnaðarefni eða
kvalar. Ekkert annað kemst að sálinni, meðan það hugará-
stand helzt. Svo niðursokknir eru þeir í hugsanir sínar, að þeir
virðast ekki hafa tekið eftir því, er hinn undarlegi gestur slóst
fyrst með í förina. Aður en þeir gera sér það ljóst, eru þeir
farnir að tala við hinn ókunna mann. Auðvitað hljóta þeir að
hafa komist í eitthvert óvanalegt ástand. Þeim fanst eftir á,
að augu sín hafa tverið undarlega haldin, og þó hafa þau á
sína vísu verið opnuð með óvenjulegum hætti. Ef eitthvert
fólk hefir verið rétt á eftir þeim, þá hefir það vísast ekki séð
nema þá tvo. Fyrir sérstaka náðargáfu sjónar og heyrnar hafa
þeir getað séð og heyrt til hins undarlega aðkomumanns. Og
þegar þess er gætt, verður skiljanlegra, hvers vegna þeir voru
svo seinir að átta sig á því, hver hann var. Samtalið hefir að
líkindum farið fram með beinum hugskeytum. Ef hinn upprisni