Prestafélagsritið - 01.01.1922, Side 149

Prestafélagsritið - 01.01.1922, Side 149
Prestafélagsritið. Erlendar bækur. 145 sízt nefndar hér í þeim tilgangi, aö rýra gildi þessarar ágætu bókar, sem mikill fengur er í að hafa eignast og vér hljótum aÖ vera höfundi og út- gefendum stórum þakklátir fyrir. Má í því sambandi ekki gleyma að minnast hlutdeildar þeirrar, er sóknarprestur Thordur Tomasson í Horsens hefir átt í útgáfu bókar þess- arar og því, er hann hefir til hennar lagt. Skerfur hans er ekki lítill, þar sem hann hefir samið hið ítarlega registur ’og fróölegu skýringar aftan við bókina og honum er þaö mest að þakka, hve vandað hefir veriö til útgáfunnar á allar lundir. Kemur í þessu sem öðru fram velvild hans til lands vors og kirkju og mikli áhugi á að auka þekkingu landa sinna á vorum málum og efla meö því bræðraþel með þjóðunum og gagnkvæm afskifti báðum til heilla. Bókin kostar 8 kr. í bóksölu hér. S. P. S. ArneMöllev: „HALLQRÍMUR PÉTURSSONS PASSIONSSALMER“. En Studie over islandsk Salmedigtning fra det 16. og 17. Aarhundrede. Khavn. 1922. Það átti þá fyrir Passíusálmunum okkar að liggja að verða efni dokt- ors-ritgerðar við erlendan háskóla. Vitanlega hefir einatt verið valið ómerkilegra viðfangsefni til slíkra rita. En bæði er það, að fremur mundi það vera sjaldgæft, að sálmasafn ekki meira fyrirferðar en Passíusálm- arnir eru hafi hlotið siíkan heiður, en auk þess er okkur Islendingum nýtt um varninginn, að sjá efni úr bókmentum okkur eftir siðbót tekið til slíkrar meðferðar við erlendan háskóla. Framkoma doktors-ritgerðar Arne Möllers prests um Passíusálmana, er að þessu leyti bókmentalegur viðburður. En hann verður oss Islend- ingum því meira gleði- og þakkarefni sem þar er að umtalsefni gert það skáldið íslenzka, er hefir haft mest áhrif allra skálda á íslenzka hugi og hjörtu, og það skáldritið, sem mest hefir verið elskað allra íslenzkra skáldrita og talið einhver dýrasta perlan sem framleitt hefir íslenzkur skáldandi. Oss er það að sjálfsögðu jafnan gleðiefni, sem gert er af góð- um hug, til að vekja athygli umheimsins á þjóð vorri og bókmentum. En margfalt verður gleðiefnið er vér sjáum vakið athygli á þeim mönnum, sem vér teljum mætasta verið hafa með þjóð vorri, og verk þeirra rómuð að maklegleikum. Þess vegna fögnum vér bók eins og þessari doktors- ritgerð. Hallgrími Péturssyni er þar reistur fagur bókméntalegur minnis- varði. Þetta er hið langrækilegasta og bezta, sem enn hefir verið ritað um Hallgrím og skáldskap hans, og eg hygg, að aldrei hafi verið ritað um hann af meiri skilningi en hér er gert. Er þetta fyrsta tilraunin, sem gerð hefir verið til að sýna fram á upp úr hvaða andlegum jarðvegi Passíusálmarnir hafi sprottið, hvaðan skáldið hafi helzt orðið íyrir áhrif- um og hvernig þeirra áhrifa verði vart í sálmunum, jafnframt því sem gerð er grein fyrir þróunarferlinum í andlegum kveðskap hans, sambandi. 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Prestafélagsritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.