Prestafélagsritið - 01.01.1922, Qupperneq 149
Prestafélagsritið.
Erlendar bækur.
145
sízt nefndar hér í þeim tilgangi, aö rýra gildi þessarar ágætu bókar, sem
mikill fengur er í að hafa eignast og vér hljótum aÖ vera höfundi og út-
gefendum stórum þakklátir fyrir.
Má í því sambandi ekki gleyma að minnast hlutdeildar þeirrar, er
sóknarprestur Thordur Tomasson í Horsens hefir átt í útgáfu bókar þess-
arar og því, er hann hefir til hennar lagt. Skerfur hans er ekki lítill, þar
sem hann hefir samið hið ítarlega registur ’og fróölegu skýringar aftan
við bókina og honum er þaö mest að þakka, hve vandað hefir veriö til
útgáfunnar á allar lundir. Kemur í þessu sem öðru fram velvild hans til
lands vors og kirkju og mikli áhugi á að auka þekkingu landa sinna á
vorum málum og efla meö því bræðraþel með þjóðunum og gagnkvæm
afskifti báðum til heilla.
Bókin kostar 8 kr. í bóksölu hér. S. P. S.
ArneMöllev: „HALLQRÍMUR PÉTURSSONS PASSIONSSALMER“.
En Studie over islandsk Salmedigtning fra det 16. og 17. Aarhundrede.
Khavn. 1922.
Það átti þá fyrir Passíusálmunum okkar að liggja að verða efni dokt-
ors-ritgerðar við erlendan háskóla. Vitanlega hefir einatt verið valið
ómerkilegra viðfangsefni til slíkra rita. En bæði er það, að fremur mundi
það vera sjaldgæft, að sálmasafn ekki meira fyrirferðar en Passíusálm-
arnir eru hafi hlotið siíkan heiður, en auk þess er okkur Islendingum nýtt
um varninginn, að sjá efni úr bókmentum okkur eftir siðbót tekið til
slíkrar meðferðar við erlendan háskóla.
Framkoma doktors-ritgerðar Arne Möllers prests um Passíusálmana,
er að þessu leyti bókmentalegur viðburður. En hann verður oss Islend-
ingum því meira gleði- og þakkarefni sem þar er að umtalsefni gert
það skáldið íslenzka, er hefir haft mest áhrif allra skálda á íslenzka hugi
og hjörtu, og það skáldritið, sem mest hefir verið elskað allra íslenzkra
skáldrita og talið einhver dýrasta perlan sem framleitt hefir íslenzkur
skáldandi. Oss er það að sjálfsögðu jafnan gleðiefni, sem gert er af góð-
um hug, til að vekja athygli umheimsins á þjóð vorri og bókmentum. En
margfalt verður gleðiefnið er vér sjáum vakið athygli á þeim mönnum,
sem vér teljum mætasta verið hafa með þjóð vorri, og verk þeirra rómuð
að maklegleikum. Þess vegna fögnum vér bók eins og þessari doktors-
ritgerð. Hallgrími Péturssyni er þar reistur fagur bókméntalegur minnis-
varði. Þetta er hið langrækilegasta og bezta, sem enn hefir verið ritað
um Hallgrím og skáldskap hans, og eg hygg, að aldrei hafi verið ritað
um hann af meiri skilningi en hér er gert. Er þetta fyrsta tilraunin, sem
gerð hefir verið til að sýna fram á upp úr hvaða andlegum jarðvegi
Passíusálmarnir hafi sprottið, hvaðan skáldið hafi helzt orðið íyrir áhrif-
um og hvernig þeirra áhrifa verði vart í sálmunum, jafnframt því sem
gerð er grein fyrir þróunarferlinum í andlegum kveðskap hans, sambandi.
10