Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 158

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 158
156 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ varðskipin voru með loftskeyta- stöðvar og voru talsverð viðskipti við þau. Eins og að framan greinir reyndust viðtækin fremur illa. Það var því strax 1918, að keyptur var amerískur lampamóttakari, og 1920 fékk stöðin 7 lampa Marconi-móttakara. „Það vil ég segja landssímastjóra Forberg til maklegs lofs, að hann hefir ekkert viljað til þess spara, að stöðin væri sem best útbúin viðtökutækjum, eftir því sem efni standa til" sagði Frið- björn. í febrúar 1924 var bætt við 2. Kw. neistastöð, sem rekin var beint frá straumneti Rafmagnsveitunnar. „Þessi stöð er að mestu smíðuð hér, en ýmsir hlutar hennar keyptir hing- að og þangað að, svo ekki er hægt að kenna hana við neitt sérstakt loft- skeytafélag. Þessi stöð var aðallega notuð til viðskipta við skip og reynd- ist hið mesta þarfaþing." Það var skemmtileg tilviljun að það skyldi vera sambandslaganefnd- in, sem raunverulega varð fyrsti við- skiptavinur loftskeytastöðvarinnar í Reykjavík, skömmu eftir að hún var opnuð. Þáverandi ríkisstjórn sendi dönsku samninganefndinni skeyti, en hún var þá á leið hingað til lands með „Islands Falk" til að semja um sam- bandsmálið. Urðu því talsverð skeytaviðskipti fram og til baka, milli stjórnarinnar og nefndarinnar, áður en Fálkinn kom til Reykjavíkur. Ríkisþingið danska kaus af sinni hálfu til samningagerðar þá: C. Hage ráðherra, 1. C. Christiansen, F. J. Borgbjerg og prófessor E. Arup. Nú voru þeir komnir til Reykjavík- ur og þann 1. júlí 1918 hófust umræð- ur við íslensku sambandslaganefnd- ina. Eftir 18 daga þrotlaust starf náðist samkomulag um frumvarp sam- bandslaganna. Þar var viðurkennt fullveldi íslenska ríkisins og ævar- andi hlutleysi íslands. Það var svo einn daginn. er hlé varð á viðræðunum, að dönsku full- trúarnir brugðu sér suður á loftskeyt- astöð til að skoða hið nýja mann- virki. Ottó J. Ólafsson var á stöðinni þegar dönsku nefndarmennirnir komu suðureftir. Hage ráðherra afþakkaði allar út- skýringar, sagðist þekkja þetta allt út og inn. En þeir vissu það ekki þá á TFA, að Hage hefði verið í stjórn „for det kontinentale Syndikat for Poulsen’s Radio-Telegrafi," enda kom það fljótlega í ljós að Hage gjör- þekkti öll tækin, þó svo að hann hefði enga trú haft á þróun loft- skeytatækninnar, þegar hann skrif- aði Hannesi Hafstein 1904. Danirnir skoðuðu stöðina og létu vel yfir. Um leið og þeir fóru rétti Christiansen Ottó eina krónu danska í þakklætisskyni fyrir leiðsögnina. En þá var krónan króna. Skömmu fyrir kl. 08,00 að morgni þess 15. mars 1919 gerði óskaplegt þrumuveður með eldingum í Reykja- vík og nágrenni og mátti sjá þess nterki víða í bænum. Eldingum sló niður í götuljósker og rafleiðslur brunnu. Elstu menn mundu ekki annað eins, allt ætlaði um koll að keyra. Þó urðu skemmdirnar mestar á loftskeytasatöðinni. Eldingu laust niður í aðalnet stöðvarinnar og brenndi í sundur tvo af fjórum þráðum í efsta netinu, og eldinguna leiddi niður í tækin, sem sprungu í smámola og þeyttust eins og byssuhögl um loftskeytaherbergið og niður í vélaklefann. Vírbútur fór gegnum stofuhurð og skildi eftir sig kringlótt gat, líkt og stórri kúlu hefði verið skotið þar í gegn. Tæki, mælar og leiðslur ásamt rafkerfi og ljósa- stæðum ónýttust. Sökum þess að stöðin var ekki op- in nema hluta úr sólarhringnum var loftskeytamaðurinn ekki kominn inn í loftskeytaherbergið. Húsvörðurinn, sem gætti jafn- framt vélanna, var nýgenginn út úr kjallaraherberginu, þar sem hann hafði verið að yfirlíta vélar og bæta á rafgeymana. Þar skall hurð nærri hælum, því þar fór allt í rúst. Þeir sem sáu þennan atburð, segja að undirgangurinn hafi verið ferleg- ur, er eldingunni laust niður, og há- vaðinn eftir því. „Það var því líkast að loftskeytamastrið væri með braki og brestum að falla yfir húsið." Haft var eftir Friðbirni loftskeyta- stöðvarstjóra að talsverðan tíma tæki að koma stöðinni í sitt fyrra horf, því varahluti þyrfti að panta frá Eng- landi. „Mun fyrirhugað að setja upp til bráðabirgða stöðina úr Goðafossi, sem hér er geymd, eða hina nýju loft- skeytastöð sem fara á til Flateyjar á Breiðafirði". „Stöðvarstjórinn segir að það sé tiltölulega fátítt að eldingu slái niður í loftskeytastöðvar. Þó eru þess nokkur dæmi. Telur hann hægt að varna algerlega skemmdum á vélum í þrumuveðri, með því að láta leiðsl- una frá loftnetinu ganga beint í jörð, þegar ekki er verið að nota stöðina. Hins vegar hafi ekki verið álitin þörf á því, þegar stöðin var reist hér, þar eð mastrið myndi vera nægilegur leiðari." Stöðin, sem setja átti upp í Flatey, hefur því verið komið fyrir á TFA, því síðar á árinu var Goðafoss-stöðin sett upp í Flatey. Húsvörðurinn, sem þarna er minnst á, var Lúðvík Jóhann Nordgulen. fæddur í Sogni í Noregi, harðsnúinn símaverkstjóri sem kom með Forberg hingað til lands, þegar síminn var lagður frá Seyðisfirði til Reykjavíkur á einu sumri. Nordgul- en var mesti víkingur og dugnaðar- forkur. hann dó langt um aldur fram úr krabbameini. Synir hans, þeir Lúðvík og Alfreð, fetuðu í fótspor föður síns og urðu landsþekktir síma- verkstjórar. Loftskeytastöðin var komin í samt lag aftur eftir 3 vikur. Þó rólegt hafi verið á TFA í fyrstu fóru viðskiptin að færast í aukana eft- ir stríðslokin. Hingað sótti urmull af útlendum togurum, sem stunduðu veiðar hér við landið. Stöðvar þeirra voru yfirleitt svo kraftlitlar, að þeir náðu ekki beinu sambandi við útlönd og þurftu því að nota TFA sem milli-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.