Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 196

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 196
194 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ sig og var minna æsandi en í ofan- setningum, en streðiö var oft sízt minna, ef of fáir vóru á spilinu. Híft var á gangspilum og vóru spilvind- urnar 16-18 feta langar og um 20 tomnrur að ummáli. Spilstrengurinn var sverari en stopparastrengurinn, ca. %“ í þvermál, og hann lá í blökk með spilkróknum. Það var því híft á tvöföldum krafti. Undirbúningur undir lendingu var sá, að spilstrengurinn var dreginn of- an af spilinu, og var þá eins gott að álpast ekki fyrir vindurnar, þegar þær tóku að snúast hratt, búkkar vóru færðir niður að flæðarmáli og hlunnar. I flæðarmálinu stóð svo maður reiðubúinn með spilkrókinn. Uppi í bátnum var skorðunum krækt í skorðukengina og skorðurnar látn- ar dragast með bátnum, þegar lent var. í ládeyðu var lent á mjög hægri ferð, því að það fór bezt með bátana, en væri alda við landið og þá dráttur (sog), var lent með hálfri ferð eða meira og í brimi á fullri ferð. Þá gilti að fá bátinn langt upp, svo að hann stæði af sér útsogið og bærist ekki nreð flötu í næstu öldu. Þegar báturinn tók niðri, var spil- króknum húkkað snarlega í spil- lykkjuna, sem var rétt fyrir neðan stopparalykkjuna, og um leið öskrað „hífa", og hlunnur um leið lagður fyrir. I sömu andrá stukku skorðu- mennirnir útúr bátnum, og þá gat orðið djúpt á þeim við skorðurnar, en áríðandi var að báturinn héldist réttur uppúr sjó. Skipshöfnin raðaði sér öll á spilið, og ekki aðrir niður við bát en skorðumennirnir og for- maðurinn. Á stærstu bátunum, ef nóg var af mannskap á spilinu, var fjórði mað- urinn niðri. Hann færði þá búkkana, sem vóru á þeim bátum, tveir við hvora síðu, og svo var þessi maður til taks að hlaupa undir bátinn, ef hon- um veitti á annan hvorn veginn. Það var ógerningur fyrir skips- höfnina eina að hífa stærstu bátana, hún varð að fá hjálp á spilinu. Menn lögðust á endana á spiltrjánum, þar virkaði vogaraflið mest, beitt var brjóstinu; vindurnar vóru í brjóst- hæð eða nálægt því, svoldið misjafnt eftir spilskansinum. Það var oft mik- ið streð á spilinu, ef hjálp var af skornum skammti og hífingin tók langan tíma, menn lögðust á vind- urnar af öllu afli og leituðust við að finna stein íil sem beztrar viðspyrnu. Það reið mikið á að leggja jafnt fyrir hlunnana, ef mannfæð var á spilinu. Oft var bringan á mönnum marin eftir spilvindurnar, þegar of fáir vóru á spilinu, svo sem ef skipshöfn- in, sem hífði með þeim, var bundin við annað, ellegar bátur var hífður með fiskinunr í og lóðunum, sem gat komið fyrir, ef ekki varð komizt upp að Brjótnum fyrir brimi, þegar bát- urinn kom að landi. Þegar kom uppá kambinn fór að þrengjast um bátana og efst á kamb- inum stóðu þeir svo þétt, að rétt var hægt að smeygja sér á skjön milli þeirra. Hver bátur hafði ekki nema sem svaraði þriggja faðma uppsát- urspláss á kambinum, og þegar bátar vóru orðnir á fjórða meter á breidd, urðu þeir að hífast alveg rétt eða beint uppí pláss sín, ef þeir áttu ekki að hífast „kloss" í næsta bát, og sama var, ef báturinn sem fyrir var, stóð ekki nákvæmlega rétt í sínu plássi. Oft kom því fyrir, að svo þröngt varð á milli báta síðasta spölinn í hífing- unni, að skorðumaðurinn varð að hallranga höfðinu til þess að nudda ekki nefinu við næsta bát. Undir slíkum kringumstæðum færði skorðumaðurinn sig eins framarlega á bátinn, sem var breiðastur um miðjuna, og honum var unnt, án þess að sleppa taki á skorðunni. Það var ónotalegt að styðja í þessari stöðu, og vóru dæmi um slys við slík- ar aðstæður. Ef þessi lýsing hér á setningi vél- bátanna í Bolungavík er lesin með lýsingu Finnboga, þá ætti að fást sæmileg heimild um þennan þátt í atvinnusögu Bolvíkinga, sem er ein- stakur í sjávarútvegssögunni. Hvergi á landinu hefur harðari sjósókn verið haldið uppi um nær hálfrar aldar skeið með þessum vinnubrögðum, að setja allt að 9 tonna vélbáta á bökum skipshafnar- innar í hverjum róðri. Ekki er öll sagan af baksi Bolvík- inga með báta sína sögð með lýsingu á setningi þeirra; eftir er að segja frá vararuðningum, sem fylgdi þessum setningi. Vararuðningi lýsir Jóhann Bárðarson rækilega í bók sinni Ára- skip. Eftir að Brimbrjóturinn fór að skýla vörunum, minnkaði vararuðn- ingurinn, en hélzt þó alla tíð eitthvað meðan bátarnir vóru settir í Víkinni. Jóhann tekur að vísu dýpra í árinni og segir (bls. 33), að eftiraðBrjótur- inn fór að skýla vörunum, hafi ekki þurft að ryðja svo „teljandi“ væri, enda sé vörin aðeins ein og í hana séu allir bátar settir. Þarna miðar Jóhann við árið 1939, að hann segir, og þá er Brimbrjótur- inn orðinn á annað hundrað metra langur, og það er rétt, að fyrri tíðar vararuðningar vóru þá aflagðir í sinni verstu mynd. Hinsvegar þurfti eftir útnorðan garða að laga lending- una í Bolungavík, líka Brimbrjóts- vörina, alla tíð meðan bátar vóru al- mennt settir þar. Það veit sá sem þetta ritar, því að hann var með í því verki og oftar en einu sinni á stórstraumsfjöru, að ryðja frammi á treggjalda veturna 1935-37, og það var í Brimbrjóts- vörinni. Og hún var heldur aldrei ein meðan setningur tíðkaðist almennt. Það vóru varir allt innað Drymlu- læk, að minnsta kosti fram að 1942. Þessi vör var næst Brjótnum og því kölluð Brimbrjótsvör og hún var langstærst (breiðust) og bezta vörin. Það er skiljanlegt, að Jóhanni finnist lítið til um vararuðning, þegar kem- ur framá 1939 og álíti hann ekki „telj- andi“. Hann var það vissulega ekki, miðað við það endemis verk, vara- ruðning, áður en Brjóturinn kom og Jóhann lýsir í bók sinni. Þá vóru varirnar eftir stórbrim fullar af stórgrýti og vararveggirnir allir farnir úr skorðum. Nógu var nú þetta bölvað verk, þótt rétt sé, að lítið þyrfti að vinna það hin síðustu ár setningsins, og verstur kuldinn. Norðangarðana stytti oft upp með snöggri stillu og hörkufrosti. Þá var löguð vörin, ef stórstreymt var. Það var unnið með járnkörlum og menn blotnuðu á höndum við að velta burtu fjöruhnullungunum, oft í sjólokunum. Blautir vettlingar frusu svo við járnkarlinn. Mikil bakraun fylgdi þessu afleita verki.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.