Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 7

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 7
FRÁ RITNEFND Skólamálaumræðan hér á landi hefur á síðustu árum einkennst af gagnrýni á skóla- kerfið. Sumir telja að sú stefna sem tekin var í upphafi áttunda áratugarins í tengsl- um við setningu nýrra laga árið 1974 hafi verið röng. Þær viðamiklu breytingar sem urðu' á námsefni og kennsluháttum hafi verið ómarkvissar og yfirleitt óþarfar þar sem ástandið hafi ekki verið svo slæmt. Þeir halda því jafnvel fram að breytingarnar hafi aðallega þjónað duttlungum byltingarsinnaðra hugmyndafræðinga. Aðrir gagnrýna skólakerfið á þeirri forsendu að þær umbætur sem stefnt var að hafi aldrei orðið að veruleika. Þær hafi einungis náð til afmarkaðra sviða skóla- starfsins, en skólakerfið í heild sinni hafi ekki breyst neitt að ráði. Það sé jafn staðnað og áður og flestar breytingar afar þungar í vöfum. Einnig er bent á að allar ytri að- stæður, m.a. bekkjarstærð og lengd skóladagsins, standi í vegi fyrir að þau háfleygu markmið náist, sem skólastarfi eru sett. Kennaranum sé ógerlegt að uppfylla þær kröfur sem bæði hann sjálfur og aðrir gera til hans sem starfsmanns. Þessi umræða bendir til þess að við séum á tímamótum, enda hafa mörg við- kvæm málefni verið tekin til endurskoðunar að undanförnu. Flestir virðast sam- mála um að nauðsynlegt sé að leita leiða til að bæta skólann, svo hann verði börnum okkar og ungmennum vettvangur alhliða þroska og kjarngóðrar menntunar. Margir hafa bent á gildi rannsókna í þessu samhengi, en í þessu hefti tímarits Kenn- araháskóla íslands, Uppeldi og menntun, eru nokkrar greinar um rannsóknir sem gætu vísað veginn við mótun skólastarfs. Er þá átt við grein Hrafnhildar Ragnars- dóttur um rannsókn á málþroska barna, grein ]óns Torfa Jónassonar um rannsókn á flutningi nemenda milli námsbrauta í framhaldskólum og grein Guðmundar B. Arn- kelssonar um samræmd próf og notagildi þeirra. Aðrir kjósa að styðjast við sögulega úttekt til að varpa ljósi á núverandi ástand mála og hugsanlegar leiðir til úrbóta. Grein Kristins Björnssonar um þróun sálfræðiþjónustu í Reykjavík er dæmi um slíka úttekt sem nýst getur í umræðu um hugsanlegar áherslubreytingar á fyrirkomulagi þeirrar þjónustu. I skrifum um markvissara skólastarf er ekki aðeins vitnað í rannsóknir og sögu- lega þróun heldur er einnig lögð áhersla á ákveðin hugtök og notkun þeirra, enda eru hugtök ekki hlutlaus þar sem notkun þeirra hefur áhrif á hugsun okkar um ákveðin fyrirbæri. Má þá nefna hugtök eins og gæðastjórnun, skilvirkni og skólamenn- ingu, en notkun þeirra felur í sér ákveðna afstöðu til inntaks og stefnu í skólamálum. Börkur Hansen fjallar í grein sinni um þessi hugtök og þýðingu þeirra fyrir þróunar- starf. í annarri grein er notkun hugtaka í brennidepli, en Jóhanna G. Kristjánsdóttir fjallar um hugtakið sérkennslu, og varpar þeirri spurningu fram hvort verið sé að reyna að útrýma hvoru tveggju, orðinu sérkennslu og því starfi sem það stendur fyrir. Nauðsynlegt er að skoða og meta það þróunarstarf sem fram hefur farið víða um land á undanförnum árum, þannig að læra megi af því sem vel hefur tekist. Erfitt virðist vera að leggja formlegt mat á árangur þessa starfs, enda hefur lítið verið fjallað um hugsanlegar leiðir til slíks hér á landi. Þess vegna er mjög ánægju- 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.