Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 61

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 61
BÖRKUR HANSEN þessum einstaklingum bárum við mikla virðingu enda stóð allt og féll með þeim. Stundum fóru þeir þó full geyst, en þetta voru hinir sönnu forystusauðir. Á vinnustaðnum var jafnframt mikið talað um hvað er gott og hvað er vont, hvaða einstaklingur í fortíðinni hafði verið besti starfskrafturinn og hver hafði verið óalandi og óferjandi. Svona fengum við smám saman mynd af því sem var æskilegt og miður æskilegt þegar við hösluðum okkur völl í stofnuninni - urðum kennarar í nýjum skóla, sem var mjög frábrugðið því að vera kennari í gamla skólanum þar sem við höfðum starfað áður. SANNARSÖGUR En hvernig ætli stofnanamenningin líti út í grunnskólum hér á landi? Auðvitað vit- um við heilmikið um hana - við sem höfum margoft komið í þessa skóla og þekkj- um flesta sem þar vinna. Lítum á nokkrar dæmisögur því til skýringar. Hvað er það sem er mest einkennandi fyrir skólann sem Sigga skólasystir starf- ar við? Eins og við munum þá er Sigga ráðdeildarsöm og skólinn þar sem hún vinn- ur hentar henni vel því þar vinna allir eftir bókstafnum. Enda munum við vel þegar Sigga sagði við okkur: „Við í Regluskóla vinnum eftir lögum og reglugerðum enda erum við opinber stofnun." Svo er það skólinn þar sem Jónas vinnur. Skólinn er gamall og gróinn og hefur nánast ekkert breyst frá því að hann tók til starfa. Starfs- mennirnir eru fremur íhaldssamir og sama fólkið hefur starfað þar frá upphafi. Einkunnarorð Jónasar eru líka minnisstæð frá því á ráðstefnunni í fyrra þegar hann sagði: „Við í Hefðaskóla höfum alltaf gert þetta svona og það hefur gefist okkur vel." Gunna vinnur aftur á móti í allt öðruvísi skóla. Þar ræður stemningin ríkjum hverju sinni og eins og Gunna orðaði það um daginn, þá „réðist það sem verið væri að gera í Sveifluskóla mest af því hvernig lægi á mannskapnum, hvort þau væru í stuði eða ekki." Svo má ekki gleyma skólanum þar sem Finnur vinnur en þar er unnið mjög markvisst uppeldisstarf. Finnur sagði líka í greininni í síðasta frétta- blaði: „Við í Stefnuskóla nýtum tímann vel, vinnum markvisst að því að fullnægja þeim markmiðum sem við setjum okkur í öllum námsgreinum." Þessar dæmisögur eru að sjálfsögðu ekki tæmandi en þær endurspegla þann mun sem við vitum að er fyrir hendi í skólum sem starfa eftir sömu lögum og reglu- gerðum, og eru að mörgu leyti líkir í öllum ytri umbúnaði. Stofnanamenningin er það sem einkum greinir þá í sundur. Normin, siðirnir og venjurnar er það sem ber í milli. Til að draga upp líkingu má segja að hver stofnun eða skóli hafi eigin per- sónuleika - persónuleika sem mótast af starfsfólkinu sem þar vinnur og gerð stofn- unarinnar. Auðvitað skiptir máli hvort skólinn er nýr eða gamall, hvort hann er fá- mennur eða fjölmennur, hvort hann er í sveitaþorpi eða miðbæ Reykjavíkur, hvort starfsfólkið er mikið eða lítið menntað, hvernig skólahúsnæðið er hannað o.s.frv. Samspil alls þessa er það sem býr til persónuleika hverrar stofnunar, samspil sem gerir það að verkum að munurinn milli samskonar stofnana getur verið ótrúlega mikill þegar grannt er skoðað. 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.