Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Qupperneq 93

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Qupperneq 93
GUÐMUNDUR B. ARNKELSSON Úrvinnsla Athugun á niðurstöðutölum fyrir kjarna 1 í stærðfræðiprófinu gaf til kynna að atrið- in hafi verið mjög létt. Mikil rjáfuráhrif (ceiling effect) voru á niðurstöðutölu próf- hlutans sem gat valdið óeðlilega lágri fylgni við aðra prófhluta. Því var brugðið á það ráð að umbreyta kjarna 1 áður en þáttagreining var framkvæmd og var það gert með því að taka kvaðratrót af niðurstöðutölunni.8 Uppbygging samræmdra prófa var athuguð með meginþáttagreiningu. Þessi tegund þáttagreiningar var valin þar sem leitað var eftir lýsandi samantekt (sum- mary) sem gæfi annars vegar til kynna hvort núverandi skipting samræmdra prófa í fjórar námsgreinar styddist við tölfræðileg rök og hins vegar hvort fækkun sam- ræmdra prófa úr fjórum niður í tvö væri í samræmi við innbyrðis tengsl námsgrein- anna fjögurra. Þáttagreiningar voru framkvæmdar í báðum gagnasöfnum í því skyni að athuga hvort fækkun samræmdra prófa leiddi til breytinga á tengslum skólaeinkunna í dönsku og ensku við einkunnir í íslensku og stærðfræði. Báðum gagnasöfnum var skipt með hendingaraðferð í tvö jafnstór úrtök. Þátta- greiningar voru framkvæmdar í báðum úrtökum og niðurstöður bornar saman til að kanna áreiðanleika niðurstaðna. Aðeins er greint frá niðurstöðum fyrra úrtaks- ins, en frávik í niðurstöðum milli úrtaka reyndust'bundin við annan aukastaf. Auk þessa voru niðurstöður einstakra prófhluta í íslensku og stærðfræði, svo og skólaeinkunnir í íslensku, stærðfræði, dönsku og ensku, þáttagreindar með meginásagreiningu. Með þeirri úrvinnslu er leitast við að finna undirliggjandi (la- tent) þætti sem skýra tengsl prófhluta. Þannig má meðal annars sjá hvort allir próf- hlutar sama prófs tengist sama undirliggjandi þætti. Sérhæfi prófhluta var kannað til að meta hvort prófhlutar séu fyrst og fremst að mæla einhverja tiltekna kunnáttu eða almenna færni sem metin er jafnvel af öðrum prófum eða prófhlutum. NIÐURSTÖÐUR Á Töflum 1 og 2 má sjá lýsandi tölfræði fyrir samræmdar einkunnir og skólaein- kunnir í sömu greinum fyrir gagnasöfnin tvö. Meginþáttagreining samræmdra einkunna og skólaeinkunna Meginþáttagreining á samræmdu einkunnunum fjórum og fjórum skólaeinkunn- um í sömu greinum gaf til kynna að tveir þættir lægju til grundvallar einkunnum vorið 1985. Seinni þátturinn hafði þó lágt eigingildi (eigenvalue) eða 0,7, meðan fyrsti þátturinn skýrði 75% af dreifingunni (eigingildi 6,0). Snúningur með Vari- Max-aðferð reyndist ekki henta gögnunum og því var leitað að lausn sem byggðist á tveimur háðum þáttum með „Oblimin"-snúningi. Rjáfuráhrif leiða til þess að tengsl einkunna virðast minni en þau eru í raun. Flestar mælitölur á innbyrðis tengsl breyta (einkunna, prófa) eru næmar á rjáfuráhrif, sérstaklega ef sumar breytur hafa rjáfuráhrif en aðrar ekki. Kvaðratrótarumbreyting er algeng aðferð til að minnka rjáfuráhrifin. 91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar: 1. hefti (01.01.1994)
https://timarit.is/issue/312493

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. hefti (01.01.1994)

Iliuutsit: