Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 112
ER SÉRKENNSLA TIL ÓÞURFTAR?
Gagnrýni heiltæku stefnunnar beinist bæði að skipulagi og framkvæmd sér-
kennslu, og einnig að því hugarfari sem fullyrt er að einkenni sérkennslustarf. Verða
nú nefnd nokkur atriði gagnrýninnar eins og hún birtist í ritum Ainscow (1991 og
1992) og Kristínar Aðalsteinsdóttur (1993).
Flokkun nemenda í samstæðar heildir m.t.t. kennslu og náms hefur, eins og
fram hefur komið, lengi verið talinn eðlilegur og sjálfsagður þáttur í sérkennslu.
Slík flokkun er harðlega gagnrýnd þar sem hún er talin fela í sér félagslega mismunun.
Náms- og kennslufræðileg greining á vanda nemenda var líka löngum talin
nauðsynlegur undanfari sérkennslu og var litið svo á að með henni væri markviss
og skilvirk kennsla best tryggð. Þessi þáttur er einnig talinn fela í sér mismunun og
skerða möguleika sérkennslunemenda til að læra það sama og önnur börn.
Sérkennsla er gagnrýnd fyrir árangursleysi þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir
því hvort þá sé átt við námsárangur eða önnur uppeldisleg markmið sem skólastarf
hlýtur að taka mið af og lög gera ráð fyrir að skólar sinni ekki síður en hinu bókega
og verklega námi.
Ágreiningur um hver sé orsök vandans, sem sérkennslunni hefur verið falið að
glíma við, hefur líka verið í brennidepli umræðunnar. Þeir talsmenn heiltæku stefn-
unnar sem telja að „vandamálin" eða „námsörðugleikana" sé ávallt unnt að rekja til
umhverfisins, og þá fyrst og fremst til kennaranna, fullyrða að fram til þessa hafi
það verið algengast innan sérkennslunnar að líta svo á að „vandinn" lægi fyrst og
fremst hjá nemandanum. Fullyrt er að annarra skýringa sé ekki leitað. Með breyttri
náms- og kennsluskipan (gjarnan í tengslum við þróunarstarf í skólum) sé hins
vegar hægt að finna lausnir á öllum vandamálum og kenna öllum nemendum í al-
mennum bekkjardeildum.
TIL UMHUGSUNAR
Við athugun á gagnrýni heiltæku stefnunnar verða strax eftirfarandi tvær spurn-
ingar talsvert áleitnar:
- í fyrsta lagi: Á sérkennsla rétt á sér - eða er hún e.t.v. gagnslaus eða jafnvel
skaðleg börnum?
- íöðru lagi: Ef sérkennsla er prátt fyrir allt talin eiga rétt á sér - hvar á hún pá að
fara fram ?
Áður en lengra er haldið verður staldrað ögn við þessar spurningar. Hvað fyrri
spurninguna varðar eru það fyrst og fremst þeir sem ganga lengst í gagnrýni sinni
á núverandi fyrirkomulag sérkennslu sem halda því fram að sérkennsla komi nem-
endum að litlum notum eða sé beinlínis skaðleg. Þeir líta á sérkennsluna sem rót þess
vanda sem við er að glíma í skólum þegar í hlut eiga börn sem þurfa á meiri aðstoð
að halda en gengur og gerist. Meðan sérkennarar eru við störf og annast kennslu
utan við almenna bekkjarkennslu eða inni í bekknum er talið að almennir kennarar
finni sig ekki knúna til að taka á sig ábyrgð á kennslu þessara nemenda og telji sig
skorta nægilega kunnáttu til þess.
Þegar því er beinlínis haldið fram að sérkennsla geti verið nemendum til tjóns
þar sem hún standi eðlilegri þróun innan skólanna fyrir þrifum er e.t.v. ekki um
110