Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 17
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR
Þessi myndabók hefur ýmsa kosti. Fyrir það fyrsta segir hún heildstæða sögu í
myndum, með persónum og skýrum söguþræði þannig að sögumenn fá allir efnivið
í sögu með þremur tilteknum aðalpersónum og skýrri atburðarás sem jafnframt reyn-
ir verulega á mál þeirra og frásagnarlist. Froskasagan er að vísu full löng og flókin
fyrir fimm ára sögumenn og mikilvægt að hafa í huga að mörg barnanna gætu lík-
lega sagt heildstæðari sögu ef sögupersónur væru færri, sagan úr þeirra eigin reynslu
o.s.frv. Á móti kemur að myndirnar veita þeim stuðning og söguþráð sem þau geta
stuðst við, auk þess sem þær minnka álag á minni þeirra án þess að draga úr kröfum
um málnotkun og skipulag.
í öðru lagi er froskasagan nógu löng og flókin til þess að vera ögrandi viðfangsefni
líka fyrir unglinga og fullorðna. Það er því hægt að nota hana til að afla samanburð-
arhæfra gagna frá sögumönnum á ólíkum aldri - og raunar frá sögumönnum með
mismunandi móðurmál því froskasagan hefur verið notuð sem sögukveikja í fjölda
rannsókna víða um lönd (sjá t.d. Berman og Slobin, 1994; Strömqvist og Verhoeven,
2004). Möguleikinn á samanburði við aðrar rannsóknir var í raun ein aðalástæða þess
að froskasagan varð fyrir valinu sem sögukveikja fyrir þessa rannsókn.
Framkvæmd og gagnasöfnun
Gagnasöfnun fór fram undir fjögur augu barns og athuganda á friðsælum stað í leik-
skólanum. Eftir inngangsspjall um daginn og veginn, fékk barnið í hendur froska-
söguna með þeim orðum að í þessari bók væri heil saga í myndum. Barnið var hvatt
til að skoða bókina vandlega og „sjá hvernig sagan væri" en segja hana að því búnu
með bókina sér til halds og trausts. Rannsakanda var uppálagt að segja sem allra
minnst undir frásögninni en hlusta þess í stað af sýnilegri athygli og áhuga. Ef barnið
hikaði eða stoppaði í miðjum klíðum voru notaðar óbeinar aðferðir til að fá það til að
halda áfram - t.d. sagt í uppörvandi tón „já...V, eða „er sagan nokkuð búin?", en forð-
ast að spyrja efnislega eða setningarfræðilega leiðandi spurninga (t.d. „...og hvað
gerðist svo?"). Að sögustundinni lokinni var barninu þakkað kærlega fyrir og það
látið skilja að það hefði staðið sig vel. Sögurnar voru teknar upp á myndband og síðar
tölvuskráðar frá orði til orðs samkvæmt kerfi CLAN (MacWhinney, 1995).
Sömu börn voru jafnframt prófuð á HLJÓM-2 og TOLD-2P og í lok 1. og 2. bekkjar
gengust þau undir lestrarpróf (sjá nánar í Amalía Björnsdóttir, Ingibjörg Símonar-
dóttir og Jóhanna Einarsdóttir, 2003).
Urvinnsla
Greining gagnanna og úrvinnsla var bæði eigindleg og megindleg. í þessum kafla
verður gerð nánari grein fyrir forsendum og framkvæmd greiningar og úrvinnslu.
1. Greining á sögubyggingu
Þótt Frog, where are you? sé eingöngu til sem myndasaga öðlast hún í munni
þroskaðra sögumanna sömu grundvallarbyggingu og flestar sögur hafa. Sögumenn
byrja á einhvers konar inngangi eða sviðsetningu þar sem helstu persónur eru kynntar
15