Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 17

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 17
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR Þessi myndabók hefur ýmsa kosti. Fyrir það fyrsta segir hún heildstæða sögu í myndum, með persónum og skýrum söguþræði þannig að sögumenn fá allir efnivið í sögu með þremur tilteknum aðalpersónum og skýrri atburðarás sem jafnframt reyn- ir verulega á mál þeirra og frásagnarlist. Froskasagan er að vísu full löng og flókin fyrir fimm ára sögumenn og mikilvægt að hafa í huga að mörg barnanna gætu lík- lega sagt heildstæðari sögu ef sögupersónur væru færri, sagan úr þeirra eigin reynslu o.s.frv. Á móti kemur að myndirnar veita þeim stuðning og söguþráð sem þau geta stuðst við, auk þess sem þær minnka álag á minni þeirra án þess að draga úr kröfum um málnotkun og skipulag. í öðru lagi er froskasagan nógu löng og flókin til þess að vera ögrandi viðfangsefni líka fyrir unglinga og fullorðna. Það er því hægt að nota hana til að afla samanburð- arhæfra gagna frá sögumönnum á ólíkum aldri - og raunar frá sögumönnum með mismunandi móðurmál því froskasagan hefur verið notuð sem sögukveikja í fjölda rannsókna víða um lönd (sjá t.d. Berman og Slobin, 1994; Strömqvist og Verhoeven, 2004). Möguleikinn á samanburði við aðrar rannsóknir var í raun ein aðalástæða þess að froskasagan varð fyrir valinu sem sögukveikja fyrir þessa rannsókn. Framkvæmd og gagnasöfnun Gagnasöfnun fór fram undir fjögur augu barns og athuganda á friðsælum stað í leik- skólanum. Eftir inngangsspjall um daginn og veginn, fékk barnið í hendur froska- söguna með þeim orðum að í þessari bók væri heil saga í myndum. Barnið var hvatt til að skoða bókina vandlega og „sjá hvernig sagan væri" en segja hana að því búnu með bókina sér til halds og trausts. Rannsakanda var uppálagt að segja sem allra minnst undir frásögninni en hlusta þess í stað af sýnilegri athygli og áhuga. Ef barnið hikaði eða stoppaði í miðjum klíðum voru notaðar óbeinar aðferðir til að fá það til að halda áfram - t.d. sagt í uppörvandi tón „já...V, eða „er sagan nokkuð búin?", en forð- ast að spyrja efnislega eða setningarfræðilega leiðandi spurninga (t.d. „...og hvað gerðist svo?"). Að sögustundinni lokinni var barninu þakkað kærlega fyrir og það látið skilja að það hefði staðið sig vel. Sögurnar voru teknar upp á myndband og síðar tölvuskráðar frá orði til orðs samkvæmt kerfi CLAN (MacWhinney, 1995). Sömu börn voru jafnframt prófuð á HLJÓM-2 og TOLD-2P og í lok 1. og 2. bekkjar gengust þau undir lestrarpróf (sjá nánar í Amalía Björnsdóttir, Ingibjörg Símonar- dóttir og Jóhanna Einarsdóttir, 2003). Urvinnsla Greining gagnanna og úrvinnsla var bæði eigindleg og megindleg. í þessum kafla verður gerð nánari grein fyrir forsendum og framkvæmd greiningar og úrvinnslu. 1. Greining á sögubyggingu Þótt Frog, where are you? sé eingöngu til sem myndasaga öðlast hún í munni þroskaðra sögumanna sömu grundvallarbyggingu og flestar sögur hafa. Sögumenn byrja á einhvers konar inngangi eða sviðsetningu þar sem helstu persónur eru kynntar 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.