Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 60

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 60
TVÆR STEFNUR - TVENNS KONAR HEFÐIR í KENNSLU UNGRA BARNA skóladagurinn er orðinn margfalt lengri. Fyrir fimm árum var gefin út ný aðal- námskrá fyrir grunnskóla (Aðalnámskrá grunnskóla, 1999) og töluvert hefur verið gefið út af nýju námsefni fyrir nemendur í 1. bekk grunnskólans. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða störf leikskólakennara og grunnskóla- kennara við þær aðstæður sem nú hafa skapast, í því skyni að öðlast betri skilning á hefðum og hneigðum í kennslu yngri barna. Kannaðar eru kennsluaðferðir leikskóla- kennara sem vinna með elstu leikskólabörnunum og grunnskólakennara í fyrsta bekk grunnskólans. Hérlendis hafa fáar rannsóknir verið unnar þar sem sjónarhorn- inu er beint að þeim breytingum sem verða þegar barn flyst úr leikskóla í grunnskóla og ólíkum hefðum og hneigðum þessara stofnana. Rannsókn þar sem störf leikskóla- kennara og grunnskólakennara eru skoðuð og skýringa leitað á því hvað mótar störf þessara starfsstétta, er leið til að átta sig á þessum mun. BAKGRUNNUR Starfshættir leik- og grunnskóla Starfshættir grunnskóla og leikskóla eru víðast hvar í heiminum talsvert ólíkir. Leik- ur og umönnun hafa verið megineinkenni leikskólans, en hópkennsla og áhersla á námsgreinar hefur einkennt grunnskólann (File og Gullo, 2002; Hansen, 2002; Kagan, 1991). Þessar mismunandi áherslur má glöggt sjá hér á landi í lögum og aðal- námskrám skólastiganna. Þó að meginmarkmiðin sem sett eru fram í lögunum séu að verulegu leyti sambærileg, þá eru lögin frábrugðin að því leyti að lög grunnskól- ans leggja áherslu á þekkingu, færni og mat, en lögin um leikskóla á umönnun, hollt uppeldisumhverfi og leik (Lög um grunnskóla, 1995; Lög um leikskóla, 1994). Almenn markmið sem sett eru fram í aðalnámskrám skólastiganna eru einnig sam- bærileg, en áherslur eru ólíkar þegar kemur að útfærslum og starfsháttum. í sam- ræmi við lögin eru megináherslur aðalnámskrár leikskóla á leik, skapandi starf, lífs- leikni, nám í gegnum daglegar venjur og samþætt vinnubrögð. Aðalnámskrá grunn- skóla leggur á hinn bóginn megináherslu á kennslu ólíkra námsgreina (Aðalnámskrá grunnskóla, 1999; Aðalnámskrá leikskóla, 1999). Rannsóknir í íslenskum leikskólum og í fyrsta bekk grunnskóla staðfesta þessa ólíku starfshætti og áherslur. Umönnun, leikur og samskipti eru í brennidepli í leik- skólanum, en námsgreinar og kennsluaðferðir skipta mestu máli í grunnskólanum (Jóhanna Einarsdóttir, 2001, 2003a; Rannveig Jóhannsdóttir, 1997). íslensk leikskóla- börn virðast einnig vera meðvituð um þennan mun og taka hann sem gefinn (Jóhanna Einarsdóttir, 2003b). Erlendar rannsóknir á starfsháttum leik- og grunnskóla hafa einnig leitt í ljós ólík- ar áherslur skólastiganna. í Bandaríkjunum komust Hains, Fowler, Schwartz, Kottwitz og Rosenkoetter (1989) að því að leikskólakennarar lögðu meiri áherslu á fé- lagsleg samskipti og tjáskipti heldur en kennarar í forskólabekkjum (kindergarten), sem lögðu meiri áherslu á aga, stjórnun og að börnin færu eftir fyrirmælum. Fuqua og Ross (1989) komust einnig að því að skólastjórar og grunnskólakennarar töldu að börn í fyrstu bekkjum grunnskóla og forskóla ættu að nota mestan tíma í skólum í 58
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.