Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 64

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 64
TVÆR STEFNUR TVENNS KONAR HEFÐIR í KENNSLU UNGRA BARNA ár í leikskóla en Andrea hafði unnið sem leikskólakennari í 10 ár. Grunnskólakennar- arnir höfðu sömuleiðis mislanga reynslu. Sara hafði 30 ára kennsluferil að baki, en María hafði unnið sem grunnskólakennari í 17 ár við upphaf rannsóknarinnar. Jóna starfar í leikskólanum Brekkukoti en þar eru 58 börn á aldrinum 2-6 ára á þremur aldursblönduðum deildum. Á deild Jónu eru 17 börn og þar starfa, auk hennar, starfsstúlka í fullu starfi og leikskólasérkennari í hlutastarfi. Andrea starfar í leikskólanum Sumarhúsum, en þar eru 42 börn á aldrinum 1-6 ára á þremur aldurs- skiptum deildum. Andrea vinnur með 5-6 ára börnin á elstu deildinni. Fimmtán börn eru á deildinni og auk Andreu er starfsstúlka í fullu starfi með henni og starfsmaður sem ráðinn hefur verið til að sinna fötluðum dreng á deildinni. I grunnskólunum tveimur voru börn á aldrinum 6-12 ára sem skipt var í bekki eftir aldri. María starfar í Bryggjuskóla þar sem voru 375 börn, þar af 45 börn í fyrsta bekk sem kennt var sem heild. Tveir umsjónarkennarar voru með hópinn en auk þess unnu með þeim inni í bekknum grunnskólakennari, stuðningsfulltrúi og sérkennari. Sara starfar í Hæðaskóla, en þar voru 532 börn, þar af 63 í fyrsta bekk. í bekk Söru var 21 barn og var hún yfirleitt ein með hópinn. Aðferðir Við rannsóknina voru notaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir og var gagna aflað með þátttökuathugunum, formlegum og óformlegum viðtölum og söfnun ritaðra gagna. Einnig hélt ég dagbók þar sem ég skráði hugleiðingar mínar og hugmyndir. Þátttökuathuganir Ég dvaldi í skólunum og fylgdist með kennurunum í starfi, í kennslustofunum, leik- skóladeildunum og á leikvellinum í fimm mánuði, frá janúar fram í júní árið 2002. Rannsóknin hófst með athugunum og var fylgst með starfi kennaranna á ýmsum tím- um dags og mismunandi vikudögum. Ég fór alls 35 sinnum í grunnskóiana og 30 sinnum í leikskólana, athuganirnar stóðu frá einni klukkustund eða einni kennslu- stund upp í heilan skóladag í einu. í upphafi voru athuganirnar víðar en þegar á leið var sjónum beint að afmarkaðri þáttum. Ég var í hlutverki rannsakanda sem þátttak- anda (Spradley, 1980). í fyrstu fylgdist ég einkum með en þegar leið á rannsóknina tók ég meiri þátt í starfinu í skólunum. T.d. tók ég þátt í umræðum á kennarastofum og aðstoðaði börnin ef þau báðu um hjálp eða ræddu við mig að fyrra bragði. Viðtöl Þegar leið á gagnasöfnunina voru tekin formleg viðtöl við kennarana og spurt út í þætti í starfi þeirra, hugmyndir þeirra og skoðanir. Viðtölin voru hálfskipulögð og tekin upp á segulband og afrituð á eftir. Alls tók ég tólf viðtöl, tvö við hvern kennara og einnig tók ég viðtöl við skólastjórana. í fyrstu viðtölunum við kennarana voru þeir spurðir um kennslureynslu þeirra, námskrána, daglegt skipulag og megináherslur. Ég spurði þá einnig um hvort þeir sæju áherslubreytingar í starfi sínu í áranna rás og hvaða áhrif þeir teldu nýjar aðalnámskrár hafa. Einnig um samstarf við foreldra og hitt skólastigið. í seinni viðtölunum voru þeir spurðir nánar út í þessi atriði með til- 62
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.