Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 113

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 113
HRÖNN PÁLMADÓTTIR Samskipti í barnahópnum Starfsfólkið taldi að samskiptin milli barnanna gengju almennt vel. Litið var svo á að deilur milli barna væru eðlilegar að vissu marki. Börnin væru dugleg að leysa úr átökum upp á eigin spýtur. Það væru venjulegast börnin sem ættu í samskiptaerfið- leikum sem lentu í handalögmálum eða deilum og gætu ekki leyst úr án aðstoðar fullorðinna. Það var mat starfsfólksins að drengirnir og stúlkumar leysi úr innbyrðis átökum á ólíkan hátt. Erfiðleikar stúlkna séu ekki eins truflandi fyrir umhverfið. Það geti því verið ákveðin hætta á að samskiptaerfiðleikar þeirra fari fram hjá starfsfólki. Hins vegar séu stúlkurnar duglegri að leita eftir aðstoð fullorðinna við lausn ágrein- ingsefna sinna. í barnahópnum reynir á marga þætti félagslegra samskipta og verða börn að búa yfir félagslegri færni til að verða virkir þátttakendur innan barnahópsins. Börnin standa misvel að vígi og eiga sum barnanna erfitt að fóta sig innan hópsins. Það kom fram að sum börn væru vinsæl og eftirsóttir leikfélagar en öðrum tækist síður upp í samskiptum sínum og væri jafnvel hafnað. Kolbrún leikskólakennari sagði að „börn væru mjög fljót að finna hafi þau leyfi til að gera lítið úr þeim sem eiga í erfiðleikum t.d. með tal. Það sé alfarið í höndum hinna fullorðnu að stöðva stríðni og einelti meðal barnanna." Guðrún leikskólakennari nefndi dæmi um dreng sem byrjaði á deildinni og var seinn í almennum þroska. Geta hans kom á óvart þegar hann lék við félaga sem honum leið vel með og gat tengst: Fyrst þegar hann kom hér inn hafði hann eiginlega engin samskipti hvorki við fullorðna né við börn. Hann bara talaði ekki. Ef hann sá að í dúkku- krók voru stórir og töff strákar valdi hann eitthvað annað. Nú er hann er búinn að finna sér félaga og þá talar hann og hefur heilmikinn orðaforða og er allt öðruvísi barn ... Þannig að hann er að mörgu leyti sterkari en ég hélt og mjög merkilegt að horfa upp á. Ljóst er að samskipti innan barnahóps eru flókin og barnahópurinn fjölbreyttur. Það gerir miklar kröfur til starfsmanna að mæta börnunum þannig að hvert og eitt barn öðlist viðurkenningu á eigin forsendum innan hópsins. Hlutverk og íhlutun starfsmanna í leik Þau viðhorf voru ríkjandi hjá starfsfólki að leikur barnanna væri nokkurs konar mót- vægi við skólann sem biði þeirra. í leiknum ætti að ríkja ákveðið frelsi og ákvarðan- irnar og frumkvæði að liggja hjá börnunum. Reynt var að skapa góð leikskilyrði, t.d. með leikefni og með því hafa áhrif á leikinn með fjölda barna á hvert leiksvæði. Fram kom að bein þátttaka og íhlutun í leikinn ætti að vera sem minnst nema nauðsyn krefði. Það ætti að fylgjast með, leiðbeina, halda aga og vera til taks meðan börnin væru í leik. Guðrún leikskólakennari lýsti skoðun sinni á leik og hlutverki sínu á eft- irfarandi hátt: Börnin eru að vinna úr áhrifum sem þau hafa orðið fyrir. Þetta er ekki upplifun hinna fullorðnu, forsendur barnanna ráða ...Við hjálpum 111
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.