Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 118

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 118
BOÐSKIPTI Í LEIKSKÓLA og fóru samskiptin að miklu leyti í gegnum kennarann sem stjórnaði stundinni. Það er hægt að álykta sem svo að samskipti barnanna séu álitin sjálfsögð og ekki hluti af því námi sem fram fer í hópstarfinu heldur sé verkefnið sem unnið er að aðalatriðið. Megineinkenni á íhlutunaraðferðum eða samskiptamynstri og viðhorfum kennara voru einkum tvenns konar. Annars vegar samskipti sem einkenndust af tilfinninga- legri nálægð þar sem gagnkvæmni var ríkjandi og hins vegar tilfinningalegri fjarlægð þar sem hlutleysi var ríkjandi. Tilfinningaleg nólægð Þar sem greina mátti gagnkvæmni í samskiptum spjölluðu kennarar við börnin að fyrra bragði og sýndu þeim hlýju og áhuga. Andrúmsloft var gott á milli fullorðinna og barna. Börnin fengu skýringar á því hvers vegna ætlast var til ákveðinnar hegð- unar af þeim. Viðhorf starfsfólks einkenndust af því að það setti sig í spor barnanna og sýndi samhygð. Ákveðinn sveigjanleiki innan skipulagsins var greinilegur og valið t.d. sveigt að þörfum barnanna þannig að þau fengu að leika sér oftar við þau börn sem þeim gekk best í samskiptum við. Tilfinningaleg nálægð: Jákvæð leiðsögn Dæmi um styðjandi íhlutun í leik birtist í hlýlegu í fasi og brosi þegar kennari kom til barnanna sem voru í hávaðasömum leik. Börnin útskýrðu að fyrra bragði það sem þau voru að gera og kennari staðfesti það með jákvæðum rómi og tók þannig undir útskýringar þeirra. Að því loknu áréttaði hún sitt sjónarhorn. Hún yfirgaf vettvang- inn greinilega og gekk úr skugga um að allir hefðu skilið boðskap hennar. Þarna má sjá jákvæða leiðsögn og þróun boðskipta þar sem greinilega kom fram upphaf og endir á íhlutun kennara samkvæmt greiningarviðmiðum Marte meo (Aarts, 2000). í niðurstöðum úr hópstarfinu mátti greina styðjandi leiðsögn þó hún væri mis- mikil. Samkvæmt Marte meo getur jákvæð staðfesting á frumkvæði barns haft já- kvæð áhrif á hegðunarmynstur sem smám saman verður hluti af persónuleika barns- ins. Þau viðhorf voru ríkjandi til hópstarfsins að börnin þurfi á fullorðnum að halda til aðstoðar og hvatningar við það sem þau taka sér fyrir hendur. Þessi viðhorf má tengja hugmyndum Vygotskys (1978) og Berk og Winsler (1995) um stuðning sem fer fram á forsendum barnsins. Með aðstoð hins fullorðna er hægt að teygja lítillega á þeirri hæfni sem barnið býr yfir þannig að það ræður við aðeins erfiðara viðfangs- efni. í hópstarfi í listaskála þar sem kennari veitti börnum viðurkenningu fyrir teikn- ingar sínar mátti greina þróun í samskiptum milli þeirra. Með jákvæðum málrómi endurtóku kennarar það sem barnið sagðist vera að teikna og bætti við hugmyndum. Með íhlutun sinni stöðvaði kennari á jákvæðan hátt tilraunir barnanna til að gera grín að teiknikunnáttu hvers annars. í hópstarfinu kom greinilega fram að barnahópurinn fylgdist vel með þegar verið var að tala við eitt barnanna og leiðbeina því. Börnin lögðu gjarnan til málanna í kjöl- farið eða tóku fram í þegar verið var að tala við hitt barnið. Einnig mátti sjá hvernig jákvæð viðhorf, s.s. viðurkenning og rómur kennara, endurspegluðust í barnahópn- um. Þetta kemur heim og saman við það sem Bae (1990) sá í sínum rannsóknum og ályktaði að kennarar verði að gera ráð fyrir þessu og finna leiðir sem virka til að flytja 116
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.