Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 140
HUGMYNDIR UM FLUTNING MENNTUNAR ...
menntaumbæturnar. Hann gat þess einnig hvernig staðgóð þekking þeirra hefði farið
í gegnum breytingarferli: „Þetta varð breytingaháskóli." (munnleg heimild, 25. ágúst
2000) Það virðist eins og óformlegur kennaraháskóli hafi orðið til innan Skólarann-
sóknardeildar menntamálaráðuneytisins. Kennararnir í Kennaraskóla íslands voru
með hefðbundna háskólamenntun í sinni faggrein. Kennarar með sérmenntun í upp-
eldisfræði og kennslufræði komu að Kennaraskólanum um 1970 (Ingólfur Á. Jóhann-
esson, 1993; Handrit: Skýrslur til Menntamálaráðuneytis, 1963-1975). Ekkert form-
legt samband var á milli þessarar óformlegu kennaramenntunarstofnunar og Kenn-
araháskóla íslands en hann átti rætur sínar að rekja til hefðbundinna menntunar-
gilda. Hér er einungis verið að tala um formlegt samband á milli stofnana en ekki
samband á milli einstaklinga. Nokkrir kennarar sem unnu að menntaumbótunum
voru einnig kennarar við Kennaraskóla íslands og síðar Kennaraháskóla íslands.
í fimmta lagi gat verið um hugmyndafræðilegan ágreining að ræða á milli tals-
manna Kennaraskólans og þeirra sem unnu að menntaumbótunum. Þegar Wolfgang
Edelstein var spurður um samband menntaumbótasinna og Kennaraskóla íslands
sagði hann að ef til vill hefðu það verið mistök að reyna ekki meira til þess að fá
Kennaraskólann til samstarfs:
Ég man vel að í byrjun var Broddi ákaflega vingjarnlegur og jákvæður.
Eftir að tíminn leið man ég líka að mér fannst hann verða neikvæður og
fullur efasemda. Ég bar mikla virðingu fyrir honum, hann var ákaflega
greindur maður. Ef ég orða þetta á jákvæðan hátt þá held ég að hann hafi
séð í gegnum ferlið og litið á það eins og hjóm nútímahyggju sem ógnaði
nokkuð íhaldssömum og þjóðernislegum gildum hans. Auðvitað er þetta
túlkun löngu seinna. Á þessum tíma byrjaði ég að líta á Kennaraskólann
sem andvígan menntaumbótunum og hætti að reyna. (Munnleg heimild,
25. ágúst 2000)
Wolfgang Edelstein virðist hafa nokkuð rétt fyrir sér. í skólasetningarræðu Brodda
Jóhannessonar frá árinu 1964 kemur í ljós að hann er vel að sér í tæknihyggju og vís-
indavæðingu náms og kennslu, en varar oftar en einu sinni við ógagnrýninni trú á
þessa tækni og vísindi. Hann telur að hin nýju vísindi séu ekki nægjanleg og komi
ekki í stað manngildis og góðmennsku kennarans (Handrit: Broddi Jóhannesson,
1964). Hann er þó ekki á móti tækni og vísindum og í skólaslitaræðu frá 1966 leggur
hann til dæmis áherslu á að efla þurfi rannsóknir í kennslu og uppeldisfræði en varar
enn og aftur við ofurtrú á þessum vísindum (Handrit: Broddi Jóhannesson, 1966).
Hér hafa verið raktar hugsanlegar ástæður þess hve rökin sem tengdust sértækri
sérfræðilegri þekkingu kennara voru fátíð. Það er hins vegar ekki mögulegt að meta
hvort ein ástæða geti verið mikilvægari en önnur.
Eðlislæga víddin og stjórnlistarvíddin náðu ekki utan um öll rök hagsmuna-
hópanna. Þriðja tegund röksemda kom í ljós og er hún kölluð kerfisvíddin. Þessi vídd
fól í sér kerfisrök þar sem flutningurinn er tengdur aðstæðum svo sem stöðu mennta-
kerfisins og stöðu kennaramenntunar árið 1971. Þessi rök endurspegluðu oft einhver
atriði sem höfðu farið úrskeiðis og þurfti að að kippa í liðinn.
138