Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 140

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 140
HUGMYNDIR UM FLUTNING MENNTUNAR ... menntaumbæturnar. Hann gat þess einnig hvernig staðgóð þekking þeirra hefði farið í gegnum breytingarferli: „Þetta varð breytingaháskóli." (munnleg heimild, 25. ágúst 2000) Það virðist eins og óformlegur kennaraháskóli hafi orðið til innan Skólarann- sóknardeildar menntamálaráðuneytisins. Kennararnir í Kennaraskóla íslands voru með hefðbundna háskólamenntun í sinni faggrein. Kennarar með sérmenntun í upp- eldisfræði og kennslufræði komu að Kennaraskólanum um 1970 (Ingólfur Á. Jóhann- esson, 1993; Handrit: Skýrslur til Menntamálaráðuneytis, 1963-1975). Ekkert form- legt samband var á milli þessarar óformlegu kennaramenntunarstofnunar og Kenn- araháskóla íslands en hann átti rætur sínar að rekja til hefðbundinna menntunar- gilda. Hér er einungis verið að tala um formlegt samband á milli stofnana en ekki samband á milli einstaklinga. Nokkrir kennarar sem unnu að menntaumbótunum voru einnig kennarar við Kennaraskóla íslands og síðar Kennaraháskóla íslands. í fimmta lagi gat verið um hugmyndafræðilegan ágreining að ræða á milli tals- manna Kennaraskólans og þeirra sem unnu að menntaumbótunum. Þegar Wolfgang Edelstein var spurður um samband menntaumbótasinna og Kennaraskóla íslands sagði hann að ef til vill hefðu það verið mistök að reyna ekki meira til þess að fá Kennaraskólann til samstarfs: Ég man vel að í byrjun var Broddi ákaflega vingjarnlegur og jákvæður. Eftir að tíminn leið man ég líka að mér fannst hann verða neikvæður og fullur efasemda. Ég bar mikla virðingu fyrir honum, hann var ákaflega greindur maður. Ef ég orða þetta á jákvæðan hátt þá held ég að hann hafi séð í gegnum ferlið og litið á það eins og hjóm nútímahyggju sem ógnaði nokkuð íhaldssömum og þjóðernislegum gildum hans. Auðvitað er þetta túlkun löngu seinna. Á þessum tíma byrjaði ég að líta á Kennaraskólann sem andvígan menntaumbótunum og hætti að reyna. (Munnleg heimild, 25. ágúst 2000) Wolfgang Edelstein virðist hafa nokkuð rétt fyrir sér. í skólasetningarræðu Brodda Jóhannessonar frá árinu 1964 kemur í ljós að hann er vel að sér í tæknihyggju og vís- indavæðingu náms og kennslu, en varar oftar en einu sinni við ógagnrýninni trú á þessa tækni og vísindi. Hann telur að hin nýju vísindi séu ekki nægjanleg og komi ekki í stað manngildis og góðmennsku kennarans (Handrit: Broddi Jóhannesson, 1964). Hann er þó ekki á móti tækni og vísindum og í skólaslitaræðu frá 1966 leggur hann til dæmis áherslu á að efla þurfi rannsóknir í kennslu og uppeldisfræði en varar enn og aftur við ofurtrú á þessum vísindum (Handrit: Broddi Jóhannesson, 1966). Hér hafa verið raktar hugsanlegar ástæður þess hve rökin sem tengdust sértækri sérfræðilegri þekkingu kennara voru fátíð. Það er hins vegar ekki mögulegt að meta hvort ein ástæða geti verið mikilvægari en önnur. Eðlislæga víddin og stjórnlistarvíddin náðu ekki utan um öll rök hagsmuna- hópanna. Þriðja tegund röksemda kom í ljós og er hún kölluð kerfisvíddin. Þessi vídd fól í sér kerfisrök þar sem flutningurinn er tengdur aðstæðum svo sem stöðu mennta- kerfisins og stöðu kennaramenntunar árið 1971. Þessi rök endurspegluðu oft einhver atriði sem höfðu farið úrskeiðis og þurfti að að kippa í liðinn. 138
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.