Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 173

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 173
GUNNAR E. FINNBOGASON arstoðir samfélagsins. Lengst framan af höfðu Fræði Lúthers minni2 verið grunnur- inn að kristindómsfræðslu skólans en það tók að breytast er líða tók á 20. öldina (Gunnar E. Finnbogason, 1995). Um leið og kristindómurinn átti að halda samfélag- inu saman átti hann jafnframt að vera uppspretta hugsjóna og gilda í skólastarfinu. Flugmyndasögulega séð er það á síðari hluta 20. aldar sem lýðræðishugsjónin segir einnig til sín sem mikilvæg uppspretta gilda. Þessu til stuðnings má benda á að það er ekki fyrr en með grunnskólalögunum 1974 sem lýðræðishugtakið kemur inn í markmiðsgrein laganna (2. gr.). Þessi þróun fór af stað þegar þjóðríkishugsjónin fór að dofna og alþjóðavæðingin eftir stríð fór að styrkjast. Eftir síðari heimsstyrjöld var íslenskt samfélag ekki lengur einhyggjusamfélag heldur hafði það þróast meira í átt til fjölhyggjusamfélags. Þessar breytingar á íslandi má sérstaklega greina þegar skólalöggjöfinni var breytt áriðl946 í tíð Brynjólfs Bjarnasonar menntamálaráðherra. Áherslan var þar á vísinda- og skynsemishyggju og í kjölfarið fækkaði kennslustund- um í kristnum fræðum til muna (Gunnar E. Finnbogason, 1995). Eins og áður segir er það ekki fyrr en með nýjum grunnskólalögum 1974 sem áhersla á lýðræðið kemur fram í markmiðsgrein laganna. Þar segir að starfshættir skólans skuli mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs, kristins siðgæðis og umburð- arlyndis. Uppspretta gilda í skólastarfi á íslandi er sótt til lýðræðishugsjónarinnar og hinnar kristnu arfleiðar. Þetta er sama áhersla og í sænsku námskránni en þar er talað um að uppsprettu gilda í skólastarfinu sé að leita í hinni kristnu hefð og vestrænum húmanisma (Lároplan för det obligatoriska skolvásendet, förskoleklassen och fritids- hemmet, 1998). í nútíma samfélagi Vesturlanda hefur hin guðdómlega skipan vikið fyrir trú á skipulag og skynsemi. Samfélaginu er ekki lengur stjórnað af geistlegu valdi heldur hefur veraldlegt ríkisvald tekið við. Vísindalegar skýringar hafa komið í stað hinna trúarlegu frásagna eins og t.d. sköpunarsögunnar. Giddens (1990) bendir á að hin guðdómlega þekking hafi vikið fyrir annarri þekkingu sem á rætur í skynjun og empirískum athugunum okkar, hin guðdómlega forsjón hafi horfið og í staðinn komið sannindi vísinda. Þegar áhrif kristindómsins urðu minni í upphafi 20. aldar urðu vísindin hin nýju trúarbrögð og þegar nýjar vísindalegar uppgötvanir og ný sýn á veruleikann styrkt- ust mótaðist skólinn af ákveðinni vísindahyggju (Telhaug, 1994). Gerður var greinar- munur á staðreyndum og gildum þar sem vísindin stóðu fyrir hið fyrra en kirkjan fyrir hið síðara (von Wright, 1986). Grunnhugmyndin var sú að vísindin skyldu leggja grundvöllinn að hinu góða samfélagi (sbr. pósitívisminn). Uppbygging samfé- lagsins skyldi hvíla á sönnum vísindalegum grunni (Liedman, 1999). Hinn vísinda- legi skilningur á veruleikanum hefur þær afleiðingar að gengið er út frá því að hægt sé að finna skynsamlegar skýringar og lausnir á öllu er snýr að mannlegu samfélagi. Vandinn er hins vegar sá að vísindin gefa svör við því hvernig heimurinn er upp 2 Siðbótarmaðurinn Marteinn Lúther (1483-1546) samdi Fræði minni 1529. Áður fyrr áttu íslensk ungmenni að kunna Fræðin, eða kverið eins og þau vom kölluð, utan að til fermingar. Fræðin minni samdi Lúther í því skyni að gera fólki innihald kristinnar trúar aðgengilegt. Forsenda Fræða Lúthers er sá skilningur kristinna manna, að sérhver maður lifi í samfélagi við Guð. Fræð- in mynduðu rammann um trúarlegt uppeldi meðal lútherskra manna þ.á m. á íslandi. 171
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.