Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 6
2
þó smjörgerðinni fleygt jafnhratt áfram, sem í Dan-
mörku, enda framleiða Danir tiltöiulega meira smjör,
en nokkur önnur þjóð í allri Norðurálfu. Þess utan er
smjörverkunin þar í svo góðu lagi, að hún er eigi ann-
arstaðar betri, enda er danskt smjör viðurkennt að
gæðum, og hefur um mörg ár verið selt í Englandi sem
nr. 1. í Noregi hefur einnig hin síðari ár verið gert
margt og mikið til umbóta smjörverkuninni, og smjör-
framleiðslan eykst þar árlega, og er það einna inest að
þakka mjólkurbúunum. Skal hjer eptir föngum leitazt
við að skýra frá fyrirkomulagi þcirra, eins og það er
í Danmörku og Noregi.
I. Damnörk.
Á síðari árum, 'einkum eptir 1880, hefur búnaður
Dana breyzt þannig, að kornyrkjan hefur farið og fer
minnkandi; en í þess stað hefur nautpeningi fjölgað þar
mikið, og smjörgerð aukizt og útflutningur á því vex
árlega. Danmörk er því, eins og nú stendur, eitt af
stærstu mjólkurlöndum i Norðurálfunni, og mjólkurbú
og smjörgerð er þar betri og fullkomnari en víðast
hvar annarstaðar. Bæði Svíþjóð, Finnland og Noregur
standa þar töluvert á baki, ekki einungis að því er
snertir frainleiðsluna, heldur og alla meðferð mjólkur-
innar og afurðir hennar.
Hina stórkostlegu framför, sem orðið hefur í Dan-
mörku hin síðustu ár, að því er snertir aukna fram-
leiðslu á smjöri og útflutning þess, má sjá af eptirfar-
andi töflu.
Útfiutt smjör*
*) „Tids8lcrift for Landökonomiu 1.—2. keft. 1898.