Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 72
68
Grenitrjeð vex víða, hinir stærstu skógar af því
eru í Norður-Európu og á Þýzkalandi. Norðast vex
greni í Noregi við Bodö á 67° nbr., í Svíþjóð að 65°.
í Jamtalandi, en í Finnlandi vex það norður að 68° 70'
og í Síberíu til 69° nbr.
Á Vesturströnd Noregs fyrir sunnan Þrándheims-
fjörðinn myndar grcnið skóga að eins á einum stað:
Voss. í sunnanverðum Noregi vex það 300 fet yfir
sjávarmál, en nyrðra við Bodö 700 fet.
í Noregi er víða plantaðar þrjár aðrar grenitegund-
ir, nefnilega: bvítgreni (Picea alba) silfurgreni (Abies
pectinata) balsamgreni (A. balsamea). Af þessum greni-
tegundum þrífst bin fyrstnefnda bezt í Noregi.
Lœvirkjatrje (Larix europea) heitir trjetegund
ein, sém vex í Alpafjöllum og Karpatafjölluin, og
vex þar hærra yfir sjávarmál, en fura og greni. 1 Nor-
egi hefur þessi trjátegund verið plöntuð víða og vex
alloptast vel, jafnvel á Hálogalandi. Lævirkjatrjeð er
að því leyti frábrugðið öðrum barrtrjám, að það feilir
(blöð) nálar sínar hvert haust og stendur nakið á
vetrin. Trje þetta vex mjög fljótt, en stofninn er opt
boginn.
Síberiskt lœvirkjatrje (L. siberica) heitir önnur teg-
und, sem vex norðaustast í Rússlandi, á Kamtsjatka
og fleiri stöðum; það hefur á seinni árum verið reynt
í Noregi og virðist vera mjög harðgjört.
Einir (Juniperus communis) verður eigi talinn með
skógartrjám, en getur þó orðið allstórvaxinn. Hinn
stærsti einir vex í bænum Möen á Voss í Noregi; hann
er hjer um bil 18 álna hár og þverinálið á stofninum
er 23 þml. niður við rótina.
Einirinn, sem vex hjer á landi, er önnur tegund
(J. alpina), en er líkur hinum norska eini að útliti.