Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 115
111
þær eru máttlausar eða máttlitlar. Júgurbólguna má
að mostu leyti forðast moð nákvæmu hrcinlæti eins og
áður er skýrt frá. Stundum kemur það fyrir, að kýrin
getur ekki staðið upp, þótt sjálfur doðinn sjc úr honni
og hún orðin hress og lifleg og farin að jeta. Kýrin
er þá vanalega máttlaus í apturpartinum. Stundum er
máttleysið að eins í öðru lærinu, og einstaka sinnum
kemur það fyrir í öðrum vöðvum, svo sem í framlim-
unum og í augnalokunum. Máttleysi þetta hverfur þó
optast eptir nokkra (5—10) daga, en getur stundum
orðið langvinnt og leitt til þess, að drepa verður skepn-
una.
Ef lækninga-aðferð sú, sem hjer hefur verið lýst,
er viðhöfð í tæka tíð, þarf sjaldnast aunað við sjúkl-
inginn að gjöra. Þó er stundum þörf á að viðhafa lyf,
er styrki hjartað, þegar æðaslögin eru mjög lin og tíð.
Af hjartastyrkjandi lyfjum vil jcg að eins nefna kaffl
og kamfóru; þó vil jeg ekki ráða til að gefakúnniþau
inn, hella þeim í hana, þar eð það getur orðið hættu-
spil. Bezt er að spýta þeim undir húðina, en á þvi
mun almenningur ekki hafa tök. Mjög einfalt og hand-
hægt ráð er þar á móti, að hella við og við svo sem
einum potti af volgu vatni með ofurlitlu (]/2 matskeið)
af uppleystu matarsalti inn í endaþarminn. Sýgst vatn-
ið tiltölulega fljótt upp í blóðið og eykst við það blóð-
þrýstingin og æðaslögin verða þá hægari og kröptugri.
í byrjun veikinnar, áður en kýrin er orðin mjög mátt-
lítil, er gott að gefa inn 30 grömm af aloe og 200
grömm af glaubersalti hrist saman við 3 pela af vatni;
hefur þetta góð áhrif á lifrina og meltingarfærin í heild
sinni.
Það er auðvitað ákjósanlegast, að komast hjá öll-
um sjúkdómum, geta varnað því, að skepnurnar verði