Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 149
145
hann sem allra fyrst og sem víðast. Bæði eru girðing-
arnar hin þarfasta jarðarbót og mesta landprýði, og
vínið bæði ágætt að bragði og hið hollasta fyrir hrausta
og sjúka.
Bibes div. Þessi ribsviðartegund er ættuð og upp-
runnin úr Vesturheimi og flutt þaðan til Englands
1826. Þessi tegund er mjög þyrnótt og afar-harðskeytt
og ágæt til limgirðinga. Hím blómgast og ber þroskað
fræ norður eptir öllum Noregi, miklu norðar én á móts
við ísland, þar sem sumarhitinn er líkur því, sein á
íslandi, en vetrarhörkur miklu meiri.
Þessa tegund má græða út bæði með sáningu og
gróðursetningargreinum. Þegar búið er að þvo fræið
úr berjunum á haustin, þá or bezt að láta það liggja
í vatni, þangað til svo sem tveim dögum áður en það
er sett niður. Fræinu má eigi sá dýpra en */2 þuml.
niður í jörðina, og sje síðan farið að öllu, sem sagt var
fyrr um hvíta þyrninn; þá kemur fræið upp á næsta
vori eptir að því er sáð að haustinu. Meðferðin er öll
hin sama og getið var um ribsviðinn.
Þessi tegund hefur eigi verið reynd til gróðursctn-
ingar á íslandi, en það mun varla efamál, að hún geti
vaxið þar jafnvel og systir hennar, sem næst var talin
hjer á undan.
Bhamnus catliarticus. Veggþyrnir vex sjálfala í
Noregi, en þó varla svo norðarlega sem Island er. Apt-
ur á móti í Svíþjóð vex hann norður á móts við ís-
land. Þar er þó vetrarkuldinn miklu magnaðri en á
íslandi, og þá gildir einungis að vita, hvort honum
dugar sumarið, sem þó er næsta líklegt. Enskur ferða-
maður frægur, Solander að nafni, segist hafa sjeð hann
hjá Sveini laudlækui Pálssyni ; ef henda má reiður á
orðuin Sólauders, ætti þá Sveinn að hafa gjört tilraun
Bftnaðamt XIII. 10