Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 104
100
ur, þar sem góðar mjólkurkýr eru, enda hafa menn
búið sjer til ótal getgátur um hann og reynt við hann
mesta sæg af allskonar lyfjum, jafnt líklegum sem ó-
líklegum. En þótt getgáturnar haíi í fijótu bragði sýnst
sennilegar, og þetta eða hitt lyfið virzt bæta í það eða
það skiptið, hafa menn þó brátt hætt að trúa á þær,
af því að reynzlan, einkenni og aðfarir sjúkdómsins,
hafa sýnt, að þær voru ekki á rjettum grundvelli byggð-
ar. Til skamms tíma voru það þó aðallega skoðanir
tveggja þýzkra dýralækna, sem flesta áhangendur höfðu
og þótt þær í sjálfu sjer væru gjör-ólíkar, voru þær þó
báðar byggðar á sama grundvelli, eða því að kálfslegið
herptist ónáttúrlega fljótt og mikið sarnan hjá þeim kúm,
er doða fengju. Eptir annari átti svo þessi samdráttur
að valda megnri óreglu í blóðrásinni, er aptur leiddi til
blóðleysis i heilanum og þar af leiðandi mátt- og með-
vitundarleysis. Eptir hinni skoðuninni, sem mun hafa
haft miklu fleiri meðmælendur, átti samdrátturinn að
valda því, að í leginu myndaðist nokkurs konar eitur,
er svo sogaðist þaðan inn í blóðið og eitraði allan
líkamann.
Þessum skoðunum hefur nú fyrir 2 árum verið
kröptuglega mótmælt af dönskum dýralækni, J. Sclimidt
í Kolding; sýndi hann meðal annars fram á það, að
sú athugun, er lægi til grundvallar, væri röng, að sam-
drátturinn í leginu væri alls ekki meiri hjá doðakúm
en öðrum, þvert á móti væri legið jafnan slappt og
máttlítið eins og öll önnur liffæri þeirra, er vöðvakennd
eru. Jafnframt þessu kom hann fram með nýja skoð-
un, sem í raun og veru var að eins getgáta, en þó svo
sennileg og vel rökstudd, að hún verðskuldaði ekki
getgátu-nafnið, enda hefur reynslan sýnt síðan æ betur