Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 146
142
tíma til verulegrar prýði, sem þeir standa með blómi.
Þar sem berberisviður nær að sá sjer, geta rauðu
og hvítu tegundirnar komið jöfnum höndum af báðurn
litum bæði grænum og rauðum, svo að bæði rauð og
græn tegund kemur af grænu fræi og eins af rauðu.
Þó er reynsla fyrir því, að rauða tegundin keldur sjer
bezt í leirjörð, og grænar hríslur, sem komnar eru af
rauðu tegundinni verða rauðar, ef þær eru settar í
leirjörð.
Þar sem þessi viður ber þroskuð ber, geta þau
verið til nota á ýmsan hátt. í borjunum er ísúr lögur,
sem líkist sítrónulegi. Berin eru tínd seint á kaustin,
þegar þau eru fullþroska. Viðurinn í berberis cr fast-
ur og seigur og ágætt tindaefni, og til þess er hann
hafður á Svissaralandi og víðar. Hann er og ágætur
til að renna úr hvað sem vera skal.
Þess má geta, að í byrjun fyrri aldar höfðu menn
veitt því eptirtekt, að rauðleit smáskerfa, sem lagðist
bæði á korn og ýmsar grasategundir var afkvæmi ann-
arar skerfu, sem hafðist við á laufum berberisviðar.
Þetta hefur síðan verið vísindalega sannað. Hættan
mun þó einkum vera að marki í heitum löndum, á ís-
landi þyrfti eigi að óttast þenna sjúkleika berberislaufa,
þar er hvert sem er lítt um kornyrkju og verður aldrei
kornland.
Schierbeck landlæknir hefur reynt að gróðursetja
berberisvið í Reykjavík og heldur, að hann eigi geti
þrifizt hjá oss; en af því að bæði er það hvergi nærri
reynt til fullnustu, þó þessi eina tilraun hafi eigi lán-
ast á þessum stað, enda var gróðrarstaðurinn gamall
kirkjugarður með mjög feitum jarðvegi, hvað óheppileg-
ast valinn, og hins vegar er — eins og þegar hefur
verið optlega sagt — Reykjavík eigi vel fallin til trjá-