Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 143
139
er öll hin sama frá upphafi til enda, sem áður var
greind við hvítþyrninn.
Caragana arlorescens. Síberskt baunatrje vex sjálf-
ala víða um Síberíu og í norðurhluta Kínaveldis. Það
þroskast á Hálogalandi og Finnmörk á 70. mælistigi,
og því miklu norðar en ísland er, og mun eflaust geta
vaxið eins langt norður frá og mennskir menn byggja.
Pessi viður sáir sjer sjálfur á 64.mælistigi við botn Þránd-
heimsfjarðar á móts við suðurhluta ísland og eígi efa-
mál, að hann sáir sjer sjálfur miklu norðar. Hann lifir
og meir en 1100 fet yfir sæ, og sáir sjer og þrífst vel
sumstaðar, þar sem vetrarfrostið verður -=- 36—40 stig C.,
og jafnvel upp á Dofrafjöllum, þar sem vetrarharkan að
staðaldri á vetrum er allt að 40—45° C., hefur hann
lifað árum saman nærri 3000 fetum yfir hafflatarmál.
í Svíþjóð sáir hann sjer norður á inóts við ísland, og
þar norður frá standa lifandi garðar af þeim viði 7—8
feta háir og eigi skemmri að lengd en 800 faðmar.
Að visu er þessi viður hvorki svo kröptugur nje
varanlegur sem Síberíuþyrnirinn oða hvítþyrnir, en hann
lifir í scndinni og magurri jörð, þolir mæta-vel kulda
og er vel hæfur til girðinga, og þetta eru allt saman
svo góðir kostir, að hann á meir en skilið að tilraunir
væru gjörðar með að rækta hann. Getur og verið, að
hann þrífist upp í landi, þar scm ekkert annað þrífst,
og er ailtaf gott að hafa fleira en citt til skiptanna,
því að sitt á við hvern staðinn. Pessi viður follir fræ
eins og hinar tegundirnar, og til hans er sáð á haustin
með sömu aðferð og sagt var um hvítþyrni. Það er þó
óþarft að þekja desið að haustinu, því að fræið kemur
engu að síður upp næsta vor, þó desið sje óþakið, en
vitaskuld er, að það skaðar aldrei að gjöra það, og
hafa svo vaðið fyrir neðan sig. Þegar svo ungviðið er