Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 144
140
orðið tveggja ára, þá er það flutt og klippt að rót og
brumi og því vatnað, sem áður er sagt, og að einu ári
liðnu má setja það í garðinn, og hafa 6 þuml. bil rnilli
hríslanna. Síðan er farið eins með þennan við eins og
hvítþyrni.
Það er heldur eigi kunnugt, að tilraunir hafl verið
gjörðar til að gróðursetja þennan við á íslandi. En
eptir öllu útliti að dæma og reynslu annara, þá er eigi ó-
líklegt, að hann geti þrifizt um allt ísland, þar sem
byggð annars er, og væri það vissulega þörf send-
ing.
Berberis vulgaris. Berberisviður vex sjálfala um
alla Norðurálfu frá Eystrasalti til Miðjarðarhafs og aust-
ur að Kákasusfjöllum. Hann vex og að vísu sjálfala í
Noregi, en mun eigi vera þangað kominn af sjálfsdáð-
um, heldur hafa verið fluttur þangað á miðöldunum og
ræktaður og síðan breiðzt út af sjálfum sjer nm landið.
Hann verður þar 5-6 álna hár, og þriggja þuml. að
þvermáli eða viðlíka og gild birkihrísla. Hann þróast
vel norður eptir Noregi, norður fyrir ísland, en ber þar
eigi ávexti svo kunnugt sje norðar, en á 64. mælistigi,
eða á móts við suðurströnd íslands. Kulda þolir ber-
berisviður meiri, en á íslandi kemur, en þarf víst nokk-
uð heitt sumar til að sá sjer.
Berin eru tínd af trjenu á haustin, þegar þau eru
fullþroskuð, og þcss gætt, að hvert ber sje skilið frá
öðru og út af fyrir sig. Þau eru svo sett niður í 4
feta breitt des í 5 —6 röðum, og þannig, að tveir þuml.
verði milli hverra tveggja berja, þau iná eigi setja
dýpra niður en einn þuml, og þegar svo er uui búið,
koma þau upp á næsta vori eptir niðursetninguna. Des-
ið er svo reitt um sumarið og þær plöntur numdar
brott með gætni, sem ofþjett þykja saman. Plönturnar