Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 44
40
ustu vandræðum með að koma því út fyrir viðunan-
legt verð.
En þótt smjörverkunin sjo eigi góð, og hvergi
nærri það, þá verður því þó ekki neitað, að hún hefur
töluvert batnað í seinni tíð, og er sumstaðar frain yflr
allar vonir. Það er heldur ekki laust við, að islenzka
smjörinu hafi stundum verið álasað um skör fram, bæði
á þingi og utan þings. Víst er um það, að verkunin
á því er ekki góð, enda er það látið „klingia“ bæði í
tíma og ótíma, að það sje illa verkað, óætt og ckki
boðlegt nokkrum manni. En þessi óhljóð og gaura-
gangur gera eigi annað cn illt verra, eyðilcggja sölu
eða markað á smjörinu og hindra þar með allar um-
bætur í betri meðferð á því. Fram að þessum tíma
hefúr heldur ekkert verið gcrt af hálfu hins oinnbera
til þess að bæta smjörverkunina eða auka smjörfram
leiðsluna, og á meðan er ekki að búast við miklum
umbótum í þá átt. Það er augljóst og ætti að vera
hverjum manni skiljanlegt, að smjörvcrkunin getur ekki
batnað, og batnar aldrei til hlítar, nema því að eins,
að kunnátta í þeirri grein sje aukin, og um lcið að
greitt sje fyrir sölu á smjörinu. Eitt af aðalskilyrðun-
um fyrir betri og vandaðri meðferð á mjólk og smjöri
er það, að fólk læri hinar nýrri og betri aðferðir við
smjör- og ostagerð, og það er skylda hins opinbera að
sjá um það og koma því til leiðar.
Hin síðustu ár hafa nokkrir bændur og búmenn
eignast skilvindur, sein notaðar eru til þess að skilja
með mjólkina, skilja rjómann frá „undanrcnningunni“.
Skilvindur þær, sem einkum hafa verið keyptar eru:
„Alfa Colikri“, „Alexandra“ og Krönvindan11, og eru
þær allar handhægar og hentugar til heimilisnotkunar,
þar sem mjólk er ekki því minni. Sumir telja það nú