Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 40
36
loiðslan eigi meiri en það, að hún að eins birgir heim-
ilið að smjöri. Þetta hoimaverkaða sinjör nefnist í
Noregi „bænda mjör“, og selst það illa eða miklu lakar
en smjör frá mjólkurbúum. E>að er því kvartað um,
að illa gangi að selja það með viðunanlegu verði, jafn-
vel þótt það sje engu lakara en smjör frá injólkurbú-
um. En þessir erfiðleikar á sölu þess og hið lága verð
hefur leitt til þess, að mjólkurbúunum fjölgar ár frá
ári.
Um mörg undanfarin ár hafa í Noregi verið skip-
aðir menn og konur, sem launað hefir verið sumpart af
landssjóði og sumpart af amtsbúnaðar- eða amtssjóði,
til þess að leiðbeina almenningi í meðferð mjólkur og
smjör- og ostagerð. Nálægt 1850 gekkst „Selskabet for
Norges Yel“ fyrir því, að fengnar voru frá Svíþjóð
nokltrar konur í þessum tilgangi, og var það oinhver
hin fyrsta tilraun til að bæta smjörverkunina. Iferðuð-
ust þær um og dvöldu helzt á hinum stærri heimilum
lengri eða skcmmri tíma og leiðbeindu í allri meðferð
mjólkur o. fl. Um og eptir 1860 voru skipaðar amts-
matseljur, er launaðar voru að nokkru leyti af áður-
nefndu fjelagi. Voru þær flestar norskar; voru ein og
tvær skipaðar í hvert amt, og áttu þær að gefa upp-
lýsingar í því, er laut að smjör- og ostagerð. En þeg-
ar byrjað var á að setja á fót mjólkurbúin um og eptir
1870, þá voru skipaðir aðstoðarmenn við þau („Mejeri-
assistont"). Fyrsta árið var að eins skipaður einn, og
næsta ár var öðrum bætt við. Seinna voru þeir 3 og
nú ern þeir 7 alls, og fá laun sín úr landssjóði og
frá amtsbúnaðarfjelögunum í sameiningu. Þess utan
eru skipaðir 4 mcnn, sem eru aðalráðanautar injólkur-
búanna (,,Mejerimestere“), og loks er einn yfirmaður,
sem hefur á hendi aðalumsjónina með öllum mjólkur-