Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 148
144
ara rósategunda, sem þær má telja einar meðal hinna
beztu girðingaviða, einkum þar sem þær eiga að vera
varnargarðar um leið. Sjálfsagt ætti tiiraunirnar með
þær að gjöra upp til sveita.
Ribes rubrum. Eibstrjeð vex sjálfala í suðurhluta
Norðurálfu, og eins í miðri álfunni og Austurálfu, og
vex þar allt að 10,000 feta yfir sjávarmál. Á Norður-
löndum vex það nú einnig sjálfala, en hefur þó verið
flutt þangað á miðöldunum. 1 Noregi lifir ribsviður og
blómgast lengra norður en ísland er, og í Þrándheimi
verður viðurinn þriggja álna hár. Það mætti ef til vill,
nota fleiri en eina ribstegund til girðinga, en sumar
þeirra eru svo lágar og kræklóttar og afar-óþjálar, að
við þær verður eigi fengizt til þess. Ber vaxa á ribs-
viðnum, sem bæði má hafa til ýmislegrar matgjörðar og
eins í vín, sem getur orðið ágætt og engu bragðverra
en portvín. Ribsvín er nú keypt dýrum dómum utan-
lands. Víngjörðin er einföld, en þó oflangt mál á þess-
um stað.
Ribsvið er hægast að græða út með gróðursettum
greinum, því að sje sáð til þess, þá er aldrei víst að
afkoman hafi þá kosti, sem vjer æskjum eptir. Grein-
arnar eru settar ijiður á vorin og látnar ná9—10 þuml.
niður í jörðina, og látnar standa 2 þuml. upp úr. Þær
vaxa vanalega svo ört, að þær má flytja þegar næsta
vor og svo í limgarðinn að ári liðnu með 6 þuml. milli-
bili. Klipping og meðferð á þeim er öll hin sama og
sagt var um hvítþyrni.
Eptir tilraunum Schierbecks þrífst þessi viðarteg-
und ágœtlega á íslandi, og ber þroskaða ávexti í flest-
um árum. Það eru og allar likur til, að þessi viður
geti vaxið, og það að mun, betur um allt Island, en ein-
mitt í Reykjavik; ættu menn því að gjöra tilraunir með