Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 125
121
auðvitað í fjórða lið. Slíkir garðar prýða landið meir
en allt annað og gjöra því sveitina fagra og hagsæla,
enda hafa og áhrif á heimiiisbraginn.
Það er nú að vísu víða svo, að þótt menn hafi.
sjeð hagnaðinn af lifandi girðingum og því gróðursett
þær, þá er þeim hvergi nærri rjettilega viðhaldið. Auð-
vitað verður að loka hvert skarð, sem í garðinn kann
að koma, og helzt gróðursetja í það samskonar við og
þann sem í garðinum er, ef þess er kostur. Kjarrviður
einn, sem nefndur er geitarblað (lonicera), er mjög hag-
kvæmur til slíks; sá viður þolir kulda og harðrjetti
allra viða bezt, og getur því sjálfsagt þróazt vel á ís-
landi. Önnur tegund er lígústviður, sem hefur þá nátt-
úru, að hann vex bezt í skjóli annara viða, og er því
einkar hæfur til þessa. Ribsrunna mætti og hafa til
þess að styrkja garðinn og þjetta; mætti gróðursetja
röð af þeim fyrir innan hinn eiginlega limgarð. Ribs-
runnar er reynsla fyrir að þrífast mæta-vel í Reykja-
vík, jafnvel þótt þar sje á haustum opt afarmikið sæ-
rok og norðanstormar; en miklu betur mundu ribsrunn-
arnir þó þrífast upp til sveita í dölum. Bæði lígúst-
viður, geitablöð og ribs eru sett niður með 6—8 þuml.
millibili. Girðivíði (salix viminalis) má og notast við,
og er þessi víðitegund ærinn harðskeytt. Um hann
verður síðar talað. Auðvitað verður að hlífa þessu
ungviði fyrst í stað, sem sett eru í skörðin, svo að það
sje eigi bitið eða troðið, og er það hægast með litlum
skíðgarðsspotta, sem reistur sje við hlið hins með þriggja
feta millibili að minnsta kosti. Á ýmsum stöðum hafa
menn þann sið, að dyngja þurrum kvistum eða hrisi
-upp í skörðin til bráðabyrgða að minnsta kosti, en það
er eigi hyggilegt, því að auk þess, sem það er slcamm-