Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 50
46
vörur erlendis í smáskömtum, heldur en í stórkaupum;
það þekkja allir, sem einhverja reynslu hafa í því efni.
Fyrir þá sök er það meðfram eða mest, að smjör frá
mjólkurbúum gengur ávalt betur á mörkuðum í Eng-
landi og víðar, heldur en hið svo nefna „bændasmjör",
það er smjör frá einstökum heimilum. Petta verður
að hafa hugfast, og takast með á reikninginn, þegar
um sölu á smjöri er að ræða. Það er álitin trygging
fyrir gæðum smjörsins, að það sje búið til á mjólkur-
búum. Það er því ljóst, að skilvindurnar og notkun
þeirra getur eigi komist til jafns við það, ef mjólkur-
búum yrði almennt komið á fót, bæði hvað snertir
smjörverkunina og eins sölu á smjöri til útlanda. Eigi
að síður eru þær, undir mörgum kringumstæðum einkar
hentugar, og geta fyrst um sinn komið mörgum að góð-
um notum.
Kostir þeir eða hagnaður sá, er mjólkurbúin hafa
í för með sjer, samkvæmt þvi, sem þegar hefur verið
tekið fram, eru einkum þessi:
1. Þau kosta tiltölulega inikið minna, bæði hvað
snertir stofnun þeirra í byrjun og viðhald, heldur
en ef t. d. hver hluteigandi þeirra útvegaði sjer
skilvindu til þess að nota heima.
2. Þau koma því til leiðar, að smjörframleiðslan
eykst, og öll meðferð mjólkurinnar batnar ásamt
sinjörverkuninni.
3. Þau spara sameignarmönnunum ýms útgjöld, að
því er snertir mjólkurbúverkin heima, sem þá
hverfa að miklu leyti.
4. Þau stuðla að betri smjörverkun almennt, og greiða
um leið fyrir sölu á smjörinu, bæði með því að
það selst betur og með hærra verði.
5. Þau útvega sameignarmönnunum peninga fyrir