Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 138
134
út eins og þeir ætla sjer og lánast ágætlega. Sunnar
í Noregi vex hann upp eptir fjöllum allt að þvi 1500
fet yíir sj varmál.
Þegar hvítþyrnisfræi er sáð að haustinu, þá kemur
það eigi upp fyrr en 1J/2 ári, eptir að því er sáð; það
er að skilja eigi fyrr en eptir að það hefur legið í jörð-
unni tvo vetur og eitt sumar, ef það er sjálfrátt. Við
sáninguna má þá fara svo að, að mjúka húðin eða
skurnin er tekin utan af steininum, og hann lagður
þegar í stað í vatn og látinn liggja þar, þangað til
hann er settur niður. Hann má aldrei koma þurr nið-
ur í jörðina. Það er enginn hægðarleikur að greina
sundur vott hvítþyrnisfræ svo vel sem þarf, til þess að
plönturnar komi eigi upp allt of þjettar saman. Þegar
þyrnifræið er tekið upp úr vatninu, þá er bezt að núa
það svo þurrt sem verður með stórgerðu Ijerepti, svo
að allt vatn þerrist utan af því. Því næst skal leggja
það á gólf og brciða pappír undir, segl, rekkvoð eða
annað þess konar, og láta það liggja þar, sem svarar
einum degi, eða svo sem þarf til að þurrka það, svo
að þá megi greina það sundur með því, að núa því
milli góma sjer. Þá skal sá fræinu þcgar og hafa til-
búið des handa þvi, sem smámulið sje að ofan og vel
jafnað, og svo sem fjögra fóta breitt. Svo cru gjörð
merki með bandi, — er mynd af því í garðyrkjubók-
inni — eptir endilöngu desinu 5—6 fet og bandförin
svo dýpkuð með hnífi eða öðru haganlegu verkfæri, svo
að þau verði 1 eða l1/^ þuml. að dýpt; í þessar rákir
er fræinu sáð mjög strjált og svo sáð yfir inoldinni.
Þegar því er lokið. verður að þekja desið með moði,
rudda eða lyngi, svo að það lag sjc minnst eitt fet að
þykkt og nái í geilar báðum megin. Sjeu tvö des sam-
an, verður að þekja jafnt yfir bæði og geilina á milli